EFN1036 - Almenn efnafræði
Áfangalýsing:
Í áfanganum er farið í grunnatriði efnafræðinnar, efna og eðliseiginleika efna, mælingar og meðferð talna m. t.t. markverðra stafa, samsetningu atóma og læsi á lotukerfið og efnatengi. Helstu gerðir efnahvarfa, læsi á efnajöfnur og magnbundnir útreikningar, Hugtökin mól og styrkir efna í lausnum, Samband hita, þrýstings og rúmmáls fyrir gastegundir. Lögð er megináhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemendanna.