DNS4012 - Íþróttir. Dans
Undanfari: ÍÞR 202 /212
Áfangalýsing:
Tekið er fyrir hreyfing við tónlist og fjölbreyttir dansar , bæði íslenskir og erlendir. Dansar sem teknir verða fyrir eru m.a. gömlu dansarnir, þjóðdansar, línudans, swing, salsa, jive/rock, aðrir samkvæmisdansar o.fl. Hentar vel fyrir bæði stráka og stelpur.Áfanginn er kenndur einu sinni í viku í þreksal VMA.