BSF3012 - Stýri og fjöðrun hjólastilling
Undanfari: BSF2012
Áfangalýsing:
Farið yfir aðferðir við mat á ástandi búnaðar og íhluta í framvagni og vinnubrögð við undirbúning og framkvæmd hjólastillinga, bæði tvíhjóla- og fjórhjólastillinga. Farið yfir hjólhorn og tilgang þeirra. Gerðar æfingar í hjólastillingum með vélrænum og rafrænum tækjum. Áhersla á hættur við vinnu undir ökutæki, nákvæm vinnubrögð og akstursöryggi eftir viðgerð.