BRA6012 - Rafmagn í bíliðngreinum - rafhreyflar
Undanfari: BRA,201,BRA301,RAT112,BRR202
Áfangalýsing:
Farið yfir rafhreyfla, svo sem ræsi-, þurrku-, rúðuvindu- og aðra rafhreyfla sem notaðir eru sem hjálparbúnaður í ökutækjum. Farið yfir ýmsar gerðir ræsa og íhluti þeirra, viðhald og viðgerðir. Yfirlit yfir hlutverk íhluta, prófanir þeirra og gangsetningarkerfa í heild. Nemendur vinna við prófun, hleðslu og umhirðu rafgeyma. Skoðuð ýmis atriði sem tengjast gangsetningu. Áhersla á meðferð mæli- og prófunartækja.