BPL102 -
Áfangalýsing:
Farið yfir uppbyggingu plasts (efnafræðin) hvar mismunandi plast er í bílum, viðgerðarmöguleikar á plasti, límingar eða suða. Verkefni; efnagreining með eldi, spurningar úr námsefni, plastsuða og líming, gamlir stuðarar sagaðir og hver nemandi sýður og límir sitthvora 20cm langa sprungu og skilar henni tilbúinni í grunn og fyllir. Farið verður yfir munsturs aðferðir og mössun á ljósum sem eru úr plasti. Trefjaplast; farið verður yfir mismunandi mottur í trefjaplasti og trefjagerðir og viðgerðir á trefjaplasti, allir nemendur líma saman trefjaplast, plastbretti eða brettakant, einnig búa allir nemendurnir til mót úr trefjaplasti. Fyrir verklegu verkefnin verður farið yfir vinnslu aðferðir og sýnd kennslumyndbönd. Farið yfir mengunarmál og hvernig við verjum okkur fyrir mengun og hvaða vítamín og steinefni er gott að taka til að hreinsa mengun úr líkamanum (þungmálma úr blóði).