BHE501 -
Áfangalýsing:
Fjallað er um virkni, skoðun, stillingu og prófun framleiðsluhluta hemlakerfa. Farið er yfir stöðu- og neyðarhemlakerfi og hvernig þau eru skoðuð og prófuð. Farið er yfir gerð og virkni hjólhemla, m.a. læsivörn og þeir skoðaðir og stilltir. Þjálfuð er tækni við viðgerðir hjólhemla. Enn fremur leit að loftlekum í leiðslukerfi og viðgerðir á þeim. Kynnt er hemlakerfi eftirvagna, farið yfir hjálparhemlakerfi, þ.e. drifskaftshemla, útblásturshemla og ýtihemla eftirvagna og æfð prófun hemla í hemlaprófara. Áhersla er lögð á slysahættu við viðgerðir þrýstiloftshemlakerfa og ábyrgð viðgerðarmanna vegna akstursöryggis.