BHE4012 - Hemlar - læsivörn
Undanfari: BHE201,BHE301
Áfangalýsing:
Farið er yfir algengar gerðir læsivarðra hemla. Skoðuð er virkni kerfanna og íhluta þeirra. Þjálfaðar eru aðferðir við eftirlit, prófanir og viðgerðir. Skoðaðar eru gerðir og virkni spólvarnar og skrikvarnar tengdar bremsum og einnig gerð og virkni rafmagns handbremsu. Farið yfir neyðarbremsukerfi. Farið yfir aðferðir við að lofttæma vökvabremsukerfi og gerðar prófanir.