BHE2012 - Hemlar Vökvahemlar I
Áfangalýsing:
Farið er yfir aðferðir við að taka hjólhemla í sundur og hvernig hentugt er að hreinsa íhluti og meðhöndla fyrir samsetningu. Lögð er áhersla á skoðun og mat á hemlahlutum. Farið er í slöngu- og röralagnir og gerðar þéttingar á hemlarörum. Kenndar eru ýmsar aðferðir við lofttæmingu vökvakerfa. Kynnt er notkun hemlaprófunartækis. Nemendur fá fræðslu um vistun og förgun efna og hvað ber að varast varðandi mengun frá hemlabúnaði.