BAF2012 - Aflrás - kúplingar, gírkassar
Áfangalýsing:
Farið er yfir kúplingar, sérkenni þeirra og einstakra hluta. Fjallað er um aðferðir við að skoða, meta og prófa og kennd vinnubrögð við viðgerðir og samsetningar kúplinga. Gírkassar og einstakir hlutar þeirra eru skoðaðir og metnir, teknir í sundur, metnir og settir saman. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér frá upphafi viðeigandi vinnubrögð við bilanagreiningar og viðgerðir, svo sem að afla sér upplýsinga í viðgerðabókum og nota sérverkfæri og léttibúnað.