Múraraiðn (MR9)
Múrari býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Múrari þekkir öll helstu efni sem notuð eru við múrverk úti og inni. Múrari getur skipulagt vinnu við jarðvegsfyllingar í mannvirkjagrunnum, lagt steypustyrktarjárn og bendinet í steinsteypuvirki, annast blöndun og niðurlagningu steinsteypu, hlaðið úr steini og veggjaeiningum, múrhúðað utan og innanhúss, lagt flísar innanhúss og utan, lagt mat á, valið efni og gert við múr- og steypuskemmdir, leiðbeint húseigendum um val og á efni til nýbygginga og viðhalds. Múrari er löggilt starfsheiti.
Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla.
Grunnnám byggingagreina | Múraraiðn | |||
1.önn | 2.önn | 3.önn | 4.önn | Starfsþjálfun |
EFRÆ1BV05 | JABE2MR06 | HLOE2MR03 | LOKA3MR07 | STAÞ1MR20 |
FRVV1SR03 | STVI1MR03 | TEIK3MR04 | MSST3MR03 | STAÞ2MR20 |
GRUN1FF04 | TEIK2MR04 | TEIK3MR04 | ÁÆST3SA04 | STAÞ2MR30 |
HEIL1HD04 | VLMÚ1MR05 | VLMÚ1MR04 | UTMV3MR04 | STAÞ3MR30 |
LÍFS1SN02 | GRUN2ÚF04 | ENSK2LS05 | STAÞ3MR30 | |
STÆF2RH05 | ÍSLE2HS05 | Vinsamlegast athugið að uppröðun áfanga á önnum gæti breyst | VALXX05 | |
TRÉS1AB01 | SKYN2EÁ01 | |||
TRÉS1SL06 | ||||