Fara í efni

Kvöldskóli - húsasmíði

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður  upp á kvöldskólanám í húsasmíði, frá haustönn 2021. Námið tekur fjórar annir. Miðað er við að nemandi hafi náð 23 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Alla jafna er kennt er þrjá daga í viku, mánudaga til miðvikudaga frá kl 17:00-21:00. Kennsla hefst 23. ágúst og stendur í 16 vikur. 100% mætingar er krafist í náminu.

Kennt verður samkvæmt samþykktri námsbraut VMA í húsasmíði og verða bæði verklegar og fagbóklegar námsgreinar kenndar í kvöldskóla og að hluta til í dreifnámi. Almennar greinar s.s. íslenska og stærðfræði þurfa nemendur að taka í dagskóla, fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum en æskilegt er að almennum greinum sé að mestu lokið. Námið er verkefnamiðað og farið verður eftir hæfniviðmiðum sem kveðið er á um í ferilbók.

Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum.

Við lok húsamíðanámsins staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. 

Námið felst í bóknámi og verknámi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað. Náminu lýkur með burtfararprófi úr framhaldsskóla og sveinsprófi þegar nemandinn er tilbúinn.

Nánari brautarlýsing

Skipulag námsins á annir - birt með fyrirvara um breytingar. 

1. önn 2. önn 3. önn 4. önn
 GRUN1FF04  GRUN2ÚF04  TEIV2BT05  ÁÆST3VG05
 TRÉS1AB01  BURÐ3BK03  TEIV2GH05  LOVE3ÞR06
 TRÉS1SL06  TIMB3VS10  INNA2IK03  MÓTA3US03
 TRÉS2NT04  TSVÉ2FT02  TRÉS2II10  TEIV3ÞT05
 TRÉS2PH10  EFRÆ1BV05  FRVV1SR03  TRÉS3SH03
       VIÐB3VE03

 

Nánari upplýsingar veitir Anna María Jónsdóttir sviðsstjóri verknáms í síma 464-0300,anna.m.jonsdottir@vma.is 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?