Fara í efni

Rafeindavirkjun (Staðfestingarnúmer 366)

Markmið rafeindavirkjabrautar er að búa nemendur undir að geta starfað sjálfstætt við almenn störf rafeindavirkja. Að loknu námi eiga nemendur að þekkja og kunna að beita helstu mælitækjum og búnaði við viðgerðir og uppsetningar á rafeinda- og fjarskiptabúnaði. Rafeindavirki á að búa yfir hæfni til að vinna sjálfstætt, geta veitt ráðgjöf og gert ítarlegar tíma- og kostnaðaráætlanir. Hann hefur djúpan skilning á þeim búnaði, verkferlum og fræðum sem snúa að hans vinnu. Hann getur viðað að sér aukinni þekkingu í samræmi við þau verkefni sem fyrir liggja með því að nýta sér miðla og upplýsingar sem snúa að faginu og nýtt sér þessa auknu þekkingu við störf sín.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Námið er að mestu fagbóklegt og verklegt og kennt í verkefnastýrðu námi. Námið er 263 einingar og skipulagt sem 7 annir í skóla og 30 vikur í starfsþjálfun. Nemendur vinna við smíði rafeindatækja, hönnun og smíði rafeindarása, uppsetningu og mælingu á fjarskiptakerfum, uppsetningu netþjóna, bilanaleit í rafeindatækjum, forritun á örgjörvum og samþættingu við vélbúnað þar sem mótordrif og skynjarar eru notaðir til að framkvæma hin ýmsu verk. Náminu lýkur á sveinsprófi sem er jafnframt lokapróf á 7.önn.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Námstími er 3,5 ár í skóla og 30 vikur í starfsþjálfun. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

 • hafa þroskað með sér siðferðisvitund og tileinkað sér siðareglur, umburðarlyndi, víðsýni, fordómaleysi og hafa skilning á eigin getu, og sýna leikni í þverfaglegu samstarfi, samskiptum við samstarfsfólk og viðskiptamenn
 • geta unnið sjálfstætt og leiðbeint öðrum á skapandi hátt með því að beita almennum og sérhæfðum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum í gegnum vinnuferlið
 • þekkja tengsl við eftirlitsstofnanir er varða eftirlit - og öryggismál í faginu og geta tryggt öryggisþætti og varnarráðstafanir við vinnu sína
 • geta annast uppsetningu, stillingar, viðhald og viðgerðir á rafeindatækjum samkvæmt gildandi reglugerðum og stöðlum
 • geta lesið rásateikningar og leiðarvísa frá tækjaframleiðendum með tækjum á ensku og á einu norðurlandamáli
 • geta hannað og teiknað, hermt og smíðað einfaldar rafeindarásir
 • geta séð um hönnun og uppsetningu boðskiptakerfis í samræmi við gildandi reglugerðir, staðla og kröfur sem gerðar eru til búnaðar og lagna í boðskiptakerfum og kunna að magntaka og vinna verkáætlanir fyrir uppsetningarverkefni
 • þekkja helstu gerðir og virkni rafeindatækja sem eru um borð í skipum og bátum
 • geta sett upp og gert við tölvur
 • geta sett upp og stillt högun helsta notendahugbúnaðar s.s. skrifstofu- og bókhaldshugbúnaðar
 • geta sett upp og stillt högun notendaþjónustna s.s.vef-, póst- og gagnagrunnsþjónustna
 • geta skipulagt og tengt helsta nethugbúnað
 • geta hannað og forritað einfaldan búnað með stýritölvu sem tengd er við skynjara og úttakstæki
 • geta skipulagt, sett upp og tengt netbúnað, þekkt helstu kröfur varðandi öryggismál á vélbúnaði netþjóna
 • geta sett upp og stillt nethögun á helsta nethugbúnaði, netþjónum og útstöðvum
 • geta stillt högun á helstu þjónustum fyrir internet samskipti og skipulagt helstu öryggisþætti varðandi netsamskipti

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep 4. þrep
Enska ENSK 2LS05 0 5 0 0
Fagteikning veikstraums FAGV 2RE01(AV) 2RE01(AV) 3RE01(CV) 0 2 1 0
Fjarskiptatækni FJSV 2RE05(AV) 3RE05(BV) 3RE05(CV) 0 5 10 0
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 0 5 0 0
Lífsleikni LÍFS 1SN01 1SN02 3 0 0 0
Mekatronik MEKV 1ST03(AV) 1TN03(AV) 2RE05(AV) 2TK03(AV) 2ÖH03(AV) 3RE05(BV) 4RE05(CV) 6 11 5 5
Nettækni og miðlun NETV 2RE05(AV) 3RE05(BV) 3RE05(CV) 0 5 10 0
Rafeindarásir og mælingar RABV 2RE05(AV) 3RE05(BV) 3RE05(CV) 0 5 10 0
Raflagnir RALV 1RT03(AV) 1RÖ03(AV) 2TF03(AV) 2TM03(AV) 6 6 0 0
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05 2RS05(AV) 2ÞS05 3RM05 5 10 5 0
Rafeindatækni RTMV 2DA05(AV) 2DT05(AV) 0 10 0 0
Stýringar og rökrásir RÖKV 1RS03(AV) 2LM03(AV) 2SK05(AV) 3SF03(AV) 3 8 3 0
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0 0
Smíði og hönnun rafeindarása SMÍV 2RE05(AV) 3RE05(BV) 3RE05(CV) 0 5 10 0
Starfsþjálfun STAÞ 1RV20(AV) 2RV20(AV) 3RV10 20 20 10 0
Stýritækni og forritun STTV 2RE05(AV) 3RE05(BV) 3RE05(CV) 0 5 10 0
Stærðfræði STÆF 2AM05 2RH05 0 10 0 0
Verktækni grunnáms VGRV 1ML05 1RS03(AV) 2PR03(AV) 3TP03 8 3 3 0
Smáspennuvirki VSMV 1TN03(AV) 2NT03(AV) 3 3 0 0
Einingafjöldi 263 62 119 77 5
Getum við bætt efni síðunnar?