Fara í efni

Námsbrautir

Almennt meistaranám (Staðfestingarnúmer 413)

Iðnmeistarar sem verktakar eða framleiðendur gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í nútímasamfélagi breytast störf hraðar en áður, störf úreldast og ný störf fæðast. Stöðugt meiri þörf er á nýsköpun í öllum greinum, valdi á tækniþekkingu hvers tíma ásamt því að huga verður að öryggi, umhverfi og sjálfbærni rekstrar. Öll fyrirtæki þurfa að móta stefnu og gera áætlanir til lengri og skemmri tíma. Áætlanagerð hvílir oft á herðum iðnmeistarans, en þær geta m.a. varðað fjárfestingar, starfsfólk, öryggis- og umhverfismál, framleiðslu og þjónustu, rekstur, fjármál, sölu- og markaðsmál og gæðaþróun. En vegna hraðra framfara verða sköpun, hugvit og sveigjanleiki meistara mikilvægari þættir í náminu en áður svo að hann geti brugðist við síbreytilegum aðstæðum í rekstri. Hvort sem iðnmeistarinn annast sjálfur alla þætti í stjórnun og rekstri fyrirtækisins eða ræður aðra til þess er endanleg ábyrgð á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti. Iðnmeistarinn er verkefnis/framleiðslustjóri í fyrirtæki, annast áætlanagerð fyrir tiltekin verk og hefur umsjón og eftirlit með þeim. Hann áætlar heildarumfang og tímamörk verks, greinir það í þætti, áætlar efnis- og mannaflaþörf, skilgreinir kröfur um gæði og afköst og ber ábyrgð á að verki ljúki á tilsettum tíma með tilskildum gæðum og innan kostnaðarmarka. Meistarinn sem atvinnurekandi ber auk þess ábyrgð á að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og staðla. Huga verður að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Meistari þarf að móta stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og hvernig reksturinn geti verið sem sjálfbærastur. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á vöruþróun, gæðum vöru og þjónustu gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, hvernig komið er fram við þá og hvernig er farið að óskum þeirra. Hann er ábyrgur fyrir því að farið sé að lögum. Hann þarf að vita hvernig hann nær til viðskiptavina og allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vera upplýstir um áherslur þess hvað varðar viðskiptasiðferði. Kennsla og þjálfun nemenda á vinnustað er meðal mikilvægustu viðfangsefna iðnmeistara. Meistari gerir samninga um vinnustaðanám/starfsþjálfun við iðnnema í iðngrein sinni og ber ábyrgð á að þeir fái þjálfun í samræmi við lög, reglur og námskrá. Hann kennir nemanum vinnubrögð, meðferð efna, tækja og forrita, veitir handleiðslu og fylgist með framvindu þjálfunar. Á sama hátt metur meistarinn endurmenntunar- og þjálfunarþörf annarra starfsmanna, leiðbeinir nýliðum og kennir starfsmönnum nýjungar eða sér til þess að það verði gert.

Bifvélavirkjun (Staðfestingarnúmer 286)

Bifvélavirki er lögverndað starfsheiti og bifvélavirkjun er löggilt iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við hin ýmsu viðfangsefni sem bifvélavirkar inna af hendi, það er viðhald, viðgerðir og breytingar á ökutækjum. Námið samanstendur af bóklegu- og verklegu námi í skóla ásamt starfsþjálfun á vinnustað undir leiðsögn meistara. Námstíminn skiptist tvo vetur í faggreinanámi og 12 mánaða starfsþjálfun á vinnustað. Að því loknu þreyta nemendur sveinspróf í greininni sem veitir nemendum rétt til starfa í greininni og rétt til náms til meistara í greininni.

Brautabrú (Staðfestingarnúmer 123)

Brautabrú er ætluð nemendum sem eru óráðnir í námsvali eða hafa ekki náð fullnægjandi námsárangri í kjarnagreinum grunnskóla. Brautin hefur það markmið að vekja áhuga nemandans á námi í framhaldsskóla og styrkja námshæfni hans m.a. með það fyrir augum að nemandinn komist inn á aðrar námsbrautir framhaldsskólans.

Félags- og hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 56)

Félags- og hugvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísinda. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á félags- og hugvísindagreinar s.s. sálfræði, félagsfræði, heimspeki og uppeldisfræði, ásamt tölfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. á sviði félags- og hugvísinda.

Fjölgreinabraut (Staðfestingarnúmer 63)

Á fjölgreinabraut taka nemendur breiðan brautarkjarna sem inniheldur m.a. náttúrlæsi, menningarlæsi og lokaverkefni auk kjarnagreina. Nemendur velja síðan 98 einingar úr námsframboði skólans en þær einingar geta verið hvort heldur sem er úr bóknámi eða verknámi. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám í þeim greinum sem nemendur kjósa að sérhæfa sig í.

Grunndeild rafiðna (Staðfestingarnúmer 172)

Grunndeild rafiðna er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á rafmagnsfræði og rafeindatækni. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa nemendur til starfa á sem flestum sviðum rafiðna. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. raflagnir, rafmagnsfræði og rafeindatækni. Brautin er undirbúningur fyrir sérnám í rafiðngreinum, eins og rafvirkjun og rafeindavirkjun.

Grunnnám matvæla- og ferðagreina (Staðfestingarnúmer 83)

Grunnnám matvæla - og ferðagreina er námsbraut með námslok á 1. þrepi. Námið er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla- og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í matreiðslu, bakstri, framreiðslu og kjötiðn en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Nemendur fá bæði starfskynningu í matvæla- og ferðagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.

Grunnnám málm- og véltæknigreina

Grunnnám málm- og véltæknigreina veitir nemendum undirbúning til áframhaldandi náms í málm- og véltæknigreinum s.s. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. málmsuðu, málmsmíðar, rafmagnsfræði og vélstjórn.

Hársnyrtir

Hársnyrtir klippir, litar, setur permanent í hár og blæs og útfærir hár beggja kynja – allt óháð hárlengd, hárgerð og höfuðlagi. Hann velur vörur og áhöld og útfærir þjónustu á faglegum forsendum en miðar einnig við þarfir og óskir viðskiptavina. Hann vinnur sjálfstætt en getur átt samvinnu við aðrar faggreinar um skipulag og samþættingu verkefna er varða hár og tísku. Nám í hársnyrtiiðn er 218 einingar og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið námsins er að ná færni til að veita alhliða þjónustu á fjölbreyttum starfsvettvangi greinarinnar og hafa hæfni til að bregðast við tískusveiflum á markaðnum. Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að efla samskiptafærni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjónustulund og siðfræði fagsins í víðum skilningi. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra. Kynntar eru mögulegar leiðir til sjálfbærni í faginu og notkun umhverfisvænna efna. Nemendur þurfa að standast kröfur iðngreinarinnar um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem að lokinni starfsþjálfun veitir rétt til að þreyta sveinspróf. Sveinspróf veitir réttindi til að starfa í iðngreininni auk inngöngu í nám til iðnmeistara. Lengd hársnyrtinámsins er sex annir í skóla þar sem vinnustaðanám fléttast inn í námstímann auk eins skólaárs í starfsþjálfun.

Húsasmiður (Staðfestingarnúmer 295)

Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum. Námið tekur þrjú og hálft ár að jafnaði sem skiptast í 5 annir í skóla og 54 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Við lok húsamíðanámsins staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Íþrótta- og lýðheilsubraut (Staðfestingarnúmer 93)

Íþrótta- og lýðheilsubraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á fjölbreyttar íþróttagreinar, íþróttafræði, starfsþjálfun, stjórnun, ásamt tölfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í lýðheilsufræð, heilbrigðisgreinum, þjálffræði, tómstundafræði og skyldum greinum.

Listnáms- og hönnunarbraut - myndlistarlína (Staðfestingarnúmer 84)

Með námi á listnáms- og hönnunarbraut er lagður grunnur að listiðkun og frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Menntun á listnáms- og hönnunarbraut stuðlar að eflingu sköpunargáfu sem gefur góðan grunn fyrir nám í öllum skapandi greinum sem tengjast manngerðu umhverfi, skemmtana-, tölvu-, tísku- og listheimi. Listnám veitir tækifæri til að þroska fjölbreyttan og persónulegan tjáningarmáta og dýpka skilning á menningu, samfélagi og umhverfi. Í kjarna listnáms- og hönnunarbrautar læra nemendur um grunnatriði sjónlista, listasögu og menningarlæsi. Á myndlistarlínu er lögð áhersla á frjálsa myndsköpun og myndlistargreinar eins og grafík, ljósmyndun, málverk, skúlptúr og teikningu. Auk þessa stunda nemendur almennt bóklegt nám.

Listnáms- og hönnunarbraut - textíllína (Staðfestingarnúmer 57)

Með námi á listnáms- og hönnunarbraut er lagður grunnur að listiðkun og frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Menntun á listnáms- og hönnunarbraut stuðlar að eflingu sköpunargáfu sem gefur góðan grunn fyrir nám í öllum skapandi greinum sem tengjast manngerðu umhverfi, skemmtana-, tölvu-, tísku- og listheimi. Listnám veitir tækifæri til að þroska fjölbreyttan og persónulegan tjáningarmáta og dýpka skilning á menningu, samfélagi og umhverfi. Í kjarna listnáms- og hönnunarbrautar læra nemendur um grunnatriði sjónlista, listasögu og menningarlæsi. Á textíllínu er áhersla lögð á listgreinar á sviði textílhönnunar og sérstaklega yfirborðshönnun efna. Auk þessa stunda nemendur almennt bóklegt nám.

Matartæknir (Staðfestingarnúmer 288)

Matartæknir matreiðir og setur saman matseðla fyrir almennt fæði og sérfæði. Hann starfar á heilbrigðisstofnunum og í mötuneytum og sinnir stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matartæknir vinnur með hreinsiefni sem notuð eru í stóreldhúsum og mötuneytum við hreinsun m.a. tækja og áhalda og hefur eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti. Hann starfar í samræmi við almennar siðareglur. Matartæknir fær réttindi til starfa með leyfisbréfi frá Embætti landlæknis. Matartæknanám býr nemendur undir matreiðslu og stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskólum og mötuneytum vinnustaða.

Matreiðsla

Matreiðslumaður matreiðir og útbýr rétti til framreiðslu. Hann er hæfur til að beita öllum höfuðmatreiðsluaðferðum, jafnt í sígildri sem nútíma matargerð. Hann tekur tillit til óska viðskiptavina og aðlagar matreiðslu sína að neysluþörfum markhópa og einstaklinga. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matreiðslumaður starfar þar sem seldar eru veitingar í atvinnuskyni, s.s. á hótelum, veitingahúsum, kaffihúsum og farþegaskipum og þar sem matreiðsla er þjónustuþáttur við aðra starfsemi eins og í mötuneytum, á fraktskipum og á heilbrigðisstofnunum. Hann vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleikja og afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Matreiðsla er löggilt iðngrein.

Meistaranám byggingagreina (Staðfestingarnúmer 433)

Iðnmeistarar sem verktakar eða framleiðendur gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í nútímasamfélagi breytast störf hraðar en áður, störf úreldast og ný störf fæðast. Stöðugt meiri þörf er á nýsköpun í öllum greinum, valdi á tækniþekkingu hvers tíma ásamt því að huga verður að öryggi, umhverfi og sjálfbærni rekstrar. Öll fyrirtæki þurfa að móta stefnu og gera áætlanir til lengri og skemmri tíma. Áætlanagerð hvílir oft á herðum iðnmeistarans, en þær geta m.a. varðað fjárfestingar, starfsfólk, öryggis- og umhverfismál, framleiðslu og þjónustu, rekstur, fjármál, sölu- og markaðsmál og gæðaþróun. En vegna hraðra framfara verða sköpun, hugvit og sveigjanleiki meistara mikilvægari þættir í náminu en áður svo að hann geti brugðist við síbreytilegum aðstæðum í rekstri. Hvort sem iðnmeistarinn annast sjálfur alla þætti í stjórnun og rekstri fyrirtækisins eða ræður aðra til þess er endanleg ábyrgð á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti. Iðnmeistarinn er verkefnis/framleiðslustjóri í fyrirtæki, annast áætlanagerð fyrir tiltekin verk og hefur umsjón og eftirlit með þeim. Hann áætlar heildarumfang og tímamörk verks, greinir það í þætti, áætlar efnis- og mannaflaþörf, skilgreinir kröfur um gæði og afköst og ber ábyrgð á að verki ljúki á tilsettum tíma með tilskildum gæðum og innan kostnaðarmarka. Meistarinn sem atvinnurekandi ber auk þess ábyrgð á að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og staðla. Huga verður að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Meistari þarf að móta stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og hvernig reksturinn geti verið sem sjálfbærastur. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á vöruþróun, gæðum vöru og þjónustu gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, hvernig komið er fram við þá og hvernig er farið að óskum þeirra. Hann er ábyrgur fyrir því að farið sé að lögum. Hann þarf að vita hvernig hann nær til viðskiptavina og allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vera upplýstir um áherslur þess hvað varðar viðskiptasiðferði. Kennsla og þjálfun nemenda á vinnustað er meðal mikilvægustu viðfangsefna iðnmeistara. Meistari gerir samninga um vinnustaðanám/starfsþjálfun við iðnnema í iðngrein sinni og ber ábyrgð á að þeir fái þjálfun í samræmi við lög, reglur og námskrá. Hann kennir nemanum vinnubrögð, meðferð efna, tækja og forrita, veitir handleiðslu og fylgist með framvindu þjálfunar. Á sama hátt metur meistarinn endurmenntunar- og þjálfunarþörf annarra starfsmanna, leiðbeinir nýliðum og kennir starfsmönnum nýjungar eða sér til þess að það verði gert.

Meistaraskóli málmiðngreina (Staðfestingarnúmer 415)

Iðnmeistarar sem verktakar eða framleiðendur gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í nútímasamfélagi breytast störf hraðar en áður, störf úreldast og ný störf fæðast. Stöðugt meiri þörf er á nýsköpun í öllum greinum, valdi á tækniþekkingu hvers tíma ásamt því að huga verður að öryggi, umhverfi og sjálfbærni rekstrar. Öll fyrirtæki þurfa að móta stefnu og gera áætlanir til lengri og skemmri tíma. Áætlanagerð hvílir oft á herðum iðnmeistarans, en þær geta m.a. varðað fjárfestingar, starfsfólk, öryggis- og umhverfismál, framleiðslu og þjónustu, rekstur, fjármál, sölu- og markaðsmál og gæðaþróun. En vegna hraðra framfara verða sköpun, hugvit og sveigjanleiki meistara mikilvægari þættir í náminu en áður svo að hann geti brugðist við síbreytilegum aðstæðum í rekstri. Hvort sem iðnmeistarinn annast sjálfur alla þætti í stjórnun og rekstri fyrirtækisins eða ræður aðra til þess er endanleg ábyrgð á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti. Iðnmeistarinn er verkefnis/framleiðslustjóri í fyrirtæki, annast áætlanagerð fyrir tiltekin verk og hefur umsjón og eftirlit með þeim. Hann áætlar heildarumfang og tímamörk verks, greinir það í þætti, áætlar efnis- og mannaflaþörf, skilgreinir kröfur um gæði og afköst og ber ábyrgð á að verki ljúki á tilsettum tíma með tilskildum gæðum og innan kostnaðarmarka. Meistarinn sem atvinnurekandi ber auk þess ábyrgð á að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og staðla. Huga verður að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Meistari þarf að móta stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og hvernig reksturinn geti verið sem sjálfbærastur. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á vöruþróun, gæðum vöru og þjónustu gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, hvernig komið er fram við þá og hvernig er farið að óskum þeirra. Hann er ábyrgur fyrir því að farið sé að lögum. Hann þarf að vita hvernig hann nær til viðskiptavina og allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vera upplýstir um áherslur þess hvað varðar viðskiptasiðferði. Kennsla og þjálfun nemenda á vinnustað er meðal mikilvægustu viðfangsefna iðnmeistara. Meistari gerir samninga um vinnustaðanám/starfsþjálfun við iðnnema í iðngrein sinni og ber ábyrgð á að þeir fái þjálfun í samræmi við lög, reglur og námskrá. Hann kennir nemanum vinnubrögð, meðferð efna, tækja og forrita, veitir handleiðslu og fylgist með framvindu þjálfunar. Á sama hátt metur meistarinn endurmenntunar- og þjálfunarþörf annarra starfsmanna, leiðbeinir nýliðum og kennir starfsmönnum nýjungar eða sér til þess að það verði gert.

Meistaraskóli rafiðngreina (Staðfestingarnúmer 414)

Iðnmeistarar sem verktakar eða framleiðendur gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í nútímasamfélagi breytast störf hraðar en áður, störf úreldast og ný störf fæðast. Stöðugt meiri þörf er á nýsköpun í öllum greinum, valdi á tækniþekkingu hvers tíma ásamt því að huga verður að öryggi, umhverfi og sjálfbærni rekstrar. Öll fyrirtæki þurfa að móta stefnu og gera áætlanir til lengri og skemmri tíma. Áætlanagerð hvílir oft á herðum iðnmeistarans, en þær geta m.a. varðað fjárfestingar, starfsfólk, öryggis- og umhverfismál, framleiðslu og þjónustu, rekstur, fjármál, sölu- og markaðsmál og gæðaþróun. En vegna hraðra framfara verða sköpun, hugvit og sveigjanleiki meistara mikilvægari þættir í náminu en áður svo að hann geti brugðist við síbreytilegum aðstæðum í rekstri. Hvort sem iðnmeistarinn annast sjálfur alla þætti í stjórnun og rekstri fyrirtækisins eða ræður aðra til þess er endanleg ábyrgð á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti. Iðnmeistarinn er verkefnis/framleiðslustjóri í fyrirtæki, annast áætlanagerð fyrir tiltekin verk og hefur umsjón og eftirlit með þeim. Hann áætlar heildarumfang og tímamörk verks, greinir það í þætti, áætlar efnis- og mannaflaþörf, skilgreinir kröfur um gæði og afköst og ber ábyrgð á að verki ljúki á tilsettum tíma með tilskildum gæðum og innan kostnaðarmarka. Meistarinn sem atvinnurekandi ber auk þess ábyrgð á að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og staðla. Huga verður að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Meistari þarf að móta stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og hvernig reksturinn geti verið sem sjálfbærastur. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á vöruþróun, gæðum vöru og þjónustu gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, hvernig komið er fram við þá og hvernig er farið að óskum þeirra. Hann er ábyrgur fyrir því að farið sé að lögum. Hann þarf að vita hvernig hann nær til viðskiptavina og allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vera upplýstir um áherslur þess hvað varðar viðskiptasiðferði. Kennsla og þjálfun nemenda á vinnustað er meðal mikilvægustu viðfangsefna iðnmeistara. Meistari gerir samninga um vinnustaðanám/starfsþjálfun við iðnnema í iðngrein sinni og ber ábyrgð á að þeir fái þjálfun í samræmi við lög, reglur og námskrá. Hann kennir nemanum vinnubrögð, meðferð efna, tækja og forrita, veitir handleiðslu og fylgist með framvindu þjálfunar. Á sama hátt metur meistarinn endurmenntunar- og þjálfunarþörf annarra starfsmanna, leiðbeinir nýliðum og kennir starfsmönnum nýjungar eða sér til þess að það verði gert.

Náttúruvísindabraut - búfræðisvið (Staðfestingarnúmer 506)

Landbúnaðarháskóli Íslands og Verkmenntaskólinn á Akureyri standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúruvísindabraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í VMA þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). Sjá nánar á heimasíðu Lbhí.

Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 59)

Náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði náttúruvísinda. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á raungreinar s.s. efnafræði, líffræði, eðlisfræði og jarðfræði auk stærðfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. á sviði heilbrigðis- og raunvísinda.

Rafeindavirkjun (Staðfestingarnúmer 366)

Markmið rafeindavirkjabrautar er að búa nemendur undir að geta starfað sjálfstætt við almenn störf rafeindavirkja. Að loknu námi eiga nemendur að þekkja og kunna að beita helstu mælitækjum og búnaði við viðgerðir og uppsetningar á rafeinda- og fjarskiptabúnaði. Rafeindavirki á að búa yfir hæfni til að vinna sjálfstætt, geta veitt ráðgjöf og gert ítarlegar tíma- og kostnaðaráætlanir. Hann hefur djúpan skilning á þeim búnaði, verkferlum og fræðum sem snúa að hans vinnu. Hann getur viðað að sér aukinni þekkingu í samræmi við þau verkefni sem fyrir liggja með því að nýta sér miðla og upplýsingar sem snúa að faginu og nýtt sér þessa auknu þekkingu við störf sín.

Rafvirki - samningsleið (Staðfestingarnúmer 289)

Nám á rafvirkjabraut er bæði verklegt og bóklegt og er ætlað að veita nemendum iðnmenntun í rafvirkjun. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum í rafvirkun og almennum áföngum í bóklegum greinum sem veita undirstöðuþekkingu. Nám á rafvirkjun er 260 eininga löggilt iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsþjálfun á vinnustað 48 vikur. Að námi og starfsþjálfun loknu útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.

Rafvirki - skólaleið (Staðfestingarnúmer 285)

Nám á rafvirkjabraut er bæði verklegt og bóklegt og er ætlað að veita nemendum iðnmenntun í rafvirkjun. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum í rafvirkun og almennum áföngum í bóklegum greinum sem veita undirstöðuþekkingu. Nám á rafvirkjun er 260 eininga löggilt iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og 30 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Að námi og starfsþjálfun loknu útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.

Sérhæft nám til undirbúnings fyrir störf í matvöruverslunum

Um er að ræða þriggja anna nám sem ætlað er að mennta starfsfólk í matvöruverslunum þannig að það sé fært um að veita viðskiptavinum upplýsingar um þær matvörur sem verslunin selur. Nemandinn á að vera fær um að veita faglega og rétta þjónustu við afgreiðslu og meðferð matvæla. Námið skiftist í tvær bók- og verklegar annir í skóla og starfsnám í önn á viðurkenndum verknámsstað.

Sérnámsbraut (Staðfestingarnúmer 500)

Sérnámsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum í grunnskólum og/eða haft aðlagað námsúrræði í almennum bekkjum grunnskóla. Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Markmið sérnámsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið; þátttöku í atvinnulífinu, sjálfstæða búsetu og/eða frekara nám. Nemendahópurinn er breiður og námið og/eða hæfniviðmiðin eru einstaklingsmiðuð. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemandi geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, þ.e. ef þeir hafa áhuga og hæfni til þess. Nám á sérnámsbraut miðast við 8 samfelldar annir frá útskrift úr grunnskóla, þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.

Sjúkraliðabraut (Staðfestingarnúmer 171)

Sjúkraliðabraut er ætlað að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 365)

Markmið starfsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið og þátttöku í atvinnulífinu eða frekara nám. Nemendahópurinn er breiður og námið er einstaklingsmiðað. Leitast er við að efla færni nemenda í íslensku, efla siðferðisvitund þeirra og ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust svo og umburðarlyndi. Einnig er leitast við að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, þeim kennt að njóta menningarlegra verðmæta og þeir hvattir til þekkingarleitar.

Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 80)

Markmið starfsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið og þátttöku í atvinnulífinu eða frekara nám. Nemendahópurinn er breiður og námið er einstaklingsmiðað. Leitast er við að efla færni nemenda í íslensku, efla siðferðisvitund þeirra og ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust svo og umburðarlyndi. Einnig er leitast við að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, þeim kennt að njóta menningarlegra verðmæta og þeir hvattir til þekkingarleitar.

Stálsmiður (Staðfestingarnúmer 259)

Stálsmiður hannar, smíðar og gerir við vélar, reisir mannvirki og viðheldur þeim, smíðar, viðheldur og gerir við skip og sinnir annarri þjónustu sem byggir á málmsmíði. Stálsmiðir starfa hjá framleiðslu- og byggingafyrirtækjum. Stálsmiður er lögverndað starfsheiti og stálsmíði löggild iðngrein. Markmið náms í stálsmíði er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem stálsmiðir inna af hendi. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í stálvirkjasmíði eða stálskipasmíði og til inngöngu í nám til iðnmeistararéttinda. Náminu er ætlað að búa nemendur undir þátttöku í nútímalegu lýðræðissamfélagi með því að auka hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar, efla vitund um eigin getu og takmarkanir og styrkja samskiptahæfni og samhug. Auk þess að búa nemendur sem best undir störf og frekara nám er áhersla lögð á að koma til móts við nemendur sem vilja hagnýta menntun sem felur í sér hæfni til starfa sem krefjast nákvæmni, útsjónarsemi, sköpunarhæfni og vandaðs verklags.

Vélstjórn C (Staðfestingarnúmer 513)

Vélstjórnarnám skiptist í fjögur námsstig: A,B,C og D og veitir hvert um sig ákveðin réttindi samkvæmt reglugerð 535/2008. Nemendur sem ljúka B réttindum hafa samhliða öðlast rétt til töku sveinsprófs í vélvirkjun að loknu starfsnámi og nemendur sem ljúka námi til C stigs hafa einnig lokið stúdentsprófi. Lokastig námsins, til D réttinda er á 4. þrepi. Námið er skipulagt í samræmi við alþjóðlegar kröfur (IMO, STCW) og öðlast nemendur haldgóðan grunn til starfa jafnt til sjós og lands.

Vélstjórn D (Staðfestingarnúmer 514)

Vélstjórnarnám skiptist í meginatriðum í sex námsstig sem að námi loknu veita hvert um sig, að öðrum skilyrðum uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem vélstjóri. Þetta námsstig (sjötta) er til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með ótakmarkað vélarafl (STCW III/2). Þetta námsstig er jafnframt nám í kælivélavirkjun og veitir réttindi til starfsheitisins vélfræðingur. Í náminu öðlast nemendur einnig viðeigandi menntun og þjálfun þannig að þeir geti sinnt vélstjórnarstörfum í landi, t.d. á sviði orku- og veitufyrirtækja og í iðnaði. Til sjós er starfssvið vélstjóra að annast rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar og tryggja, í samvinnu við aðra yfirmenn um borð, að rekstur skipsins fullnægi gildandi lögum og reglum, s.s. um öryggi skipa og mengunarvarnir. Véla- og tækjabúnaður skipa er mjög fjölbreyttur þar sem skip eru hönnuð til ólíkra hlutverka. Störf vélstjóra eru því víðtæk og spanna starfssvið margra starfsstétta í landi. Þeir sem ljúka námi til alþjóðlegra atvinnuréttinda og afla sér alþjóðlegra atvinnuskírteina hafa með því öðlast heimild til þess að gegna þeirri stöðu sem atvinnuskírteini veitir þeim rétt til án tillits til gerðar skips, hvar skipið er skráð og þess hafsvæðis þar sem skipið er í förum. Til þess að fá heimild til að gegna stöðu á erlendu skipi þarf þó að koma til samþykki siglingayfirvalda fánaríkis skipsins. Í landi stunda vélstjórar margvísleg störf og nýtist menntun þeirra vel á mörgum sviðum. Vélstjórar hafa á undanförnum árum og áratugum átt greiðan aðgang að störfum í landi, bæði við rekstur og viðhald vélbúnaðar, auk ýmissa stjórnunarstarfa. Nemendur sem fá þjálfun og undirbúning til vottunar á meðferð og notkun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda í kælikerfum hafa menntun til sérhæfðra starfa í kæliiðnaði.

Vélvirkjun (Staðfestingarnúmer 397)

Nám í málm- og véltæknigreinum er sambland af verk- og bóknámi sem miðar að því að búa nemandann undir líf og störf í nútíma lýðræðissamfélagi þar sem reynir á gagnrýna hugsun og upplýsingaöflun auk virkrar þátttöku í mótun þess samfélags sem nemandinn er hluti af. Markmið náms í vélvirkjun er að að gera nemandann færan um að uppfylla hæfnikröfur sem gerðar eru til vélvirkja en þeir fást m.a. við uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði t.d. í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum.

Viðbótarnáms til stúdentsprófs (Staðfestingarnúmer 394)

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

Viðskipta- og hagfræðibraut (Staðfestingarnúmer 58)

Viðskipta- og hagfræðibraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði viðskipta- og hagfræðigreina. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á viðskipta- og hagfræðigreinar s.s. bókfærslu, hagfræði og stjórnun. Brautin er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í háskóla í viðskiptafræðum, hagfræði og skyldum greinum.
Getum við bætt efni síðunnar?