Fara í efni  

HTL5036 - Þrívíddartextíll

Undanfari: HTL404

Áfangalýsing:

Í áfanganum vinna nemendur með hugtökin rými, tvívídd, þrívídd, ljós, skuggi og myndbygging auk annarra hugtaka sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Leitast verður við að tengja aðferðir textíla og þrívíða vinnu og að nemendur skoði hvernig koma má tvívíðum skissum í þrívítt form. Unnið verður með ýmis efni s.s. garn, ullarflóka, vír, léreft, pappír o.fl. Nemendur skulu halda utan um skissur, hugmyndir, prufur og þróunarvinnu sína og setja fram með skipulögðum hætti. Auk þessa vinna nemendur rannsóknarverkefni í hópum sem þeir kynna fyrir samnemendum sínum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.