Fara í efni

Húsasmiður (Staðfestingarnúmer 295)

Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum. Námið tekur þrjú og hálft ár að jafnaði sem skiptast í 5 annir í skóla og 54 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Við lok húsamíðanámsins staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Fyrsta önnin felst í aðfararnámi byggingagreina, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múrsmíði, pípulagningum og dúkalögn. Önnin er sameiginlegur grunnur fyrir byggingagreinarnar og inniheldur kjarnagreinar og iðnnámsgreinar, bæði bóklegar og verklegar. Næstu fjórar annir innihalda faggreinar (iðnnámsgreinar) í húsasmíði, auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst í bóknámi og verknámi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað. Náminu lýkur með burtfararprófi úr framhaldsskóla og sveinsprófi þegar nemandinn er tilbúinn.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Nám á brautinni er 222 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

  • vinna eftir teikningum og verklýsingum á byggingavinnustað og trésmíðaverkstæði
  • lesa og skilja teikningar, verklýsingar og önnur gögn sem tilheyra iðngrein hans
  • teikna vinnuteikningar sem nýtast til smíða
  • gera efnislista, meta efnisþörf og nýtingu eftir teikningum og reikna efniskostnað
  • sýna kostnaðarvitund, skipuleggja verkefni, setja upp og vinna eftir verkáætlun og skrá efnisnotkun og verktíma
  • velja og beita mælitækjum sem nýtast við trésmíðar
  • beita fjarlægðar-, hæðar- og hallamálum við húsbyggingar
  • smíða burðarvirki eftir teikingnum, setja þau upp og ganga frá samkvæmt kröfum
  • nota algengustu gerðir steypumóta
  • þekkja framleiðsluferli við verkstæðisvinnu
  • beita handverkfærum og nota algengustu trésmíðavélar, bæði handstýrðar og tölvustýrðar
  • fara eftir kröfum um umgengni við vélar
  • þekkja notkun tölvutækni í hönnun og framleiðslu innan hverrar iðngreinar
  • nýta sér tölvur við áætlanagerð og kostnaðarútreikninga og þekkja mælingakerfi
  • fara eftir kröfum um öryggi og hollustuhætti á vinnustað
  • gera hættumat og setja öryggisreglur samkvæmt gæðastöðlum í byggingariðnaði
  • beita skyndihjálp og bregðast við slysum samkvæmt viðbragðsáætlun
  • þekkja viðbragðsáætlun um brunavarnir og bregðast við samkvæmt henni og fara eftir reglum um meðferð spilliefna og úrgangs
  • viðhafa öguð vinnubrögð og fara eftir reglum um skipulag og umgengni á vinnustað
  • sýna góða framkomu í samskiptum við samstarfsmenn og viðskiptavini og miðla af þekkingu og reynslu til samstarfsmanna
  • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
  • miðla upplýsingum á skapandi hátt
  • nota þekkingu sina og færni til að vinna að margvíslegum verkefnum með ólíkum miðlum
  • útskýra og röksyðja á skýran hátt í ræðu og riti
  • taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis
  • vera meðvitaður um gildi reglulegrar hreyfingar
  • vera meðvitaður um mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu
  • bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
  • virða mannréttindi og manngildi
  • vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
  • virða jafnrétti í samskiptum
  • sýna frumkvæði og skapandi hugsun
  • miðla hæfni sinni á skapandi hátt
  • njóta lista, menningar og skapandi starfs á margvíslegu formi
  • vera meðvitaður um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og taka afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra
  • skilja hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir
  • meta gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru
  • vera virkir og ábyrgir borgarar í umhverfi sínu og náttúru
  • undirbúa og framkvæma verk með virðingu fyrir umhverfinu nær og fjær
  • gera sér grein fyrir sögu- og menningarlegu mikilvægi bygginga- og mannvirkjagreina

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Áætlanir og gæðastjórnun ÁÆST 3VG05(AV) 0 0 5
Burðarvirki BURÐ 3BK03(AV) 0 0 3
Efnisfræði EFRÆ 1BV05(AV) 5 0 0
Enska ENSK 2LS05 0 5 0
Framkvæmdir og vinnuvernd FRVV 1SR03(AV) 3 0 0
Grunnteikning GRUN 1FF04 2ÚF04 4 4 0
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0
Innanhússklæðningar INNA 2IK03 0 3 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 0 5 0
Lífsleikni LÍFS 1SN01 1SN02 3 0 0
Lokaverkefni LOVE 3ÞR06 0 0 6
Mótavinna og uppsláttur MÓTA 3US03 0 0 3
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0
Starfsþjálfun STAÞ 2SH30(AV) 2SH30(AV) 3SH30(AV) 0 60 30
Stærðfræði STÆF 2RH05 0 5 0
Teikningar og verklýsingar TEIV 2BT05(AV) 2GH05 3ÞT05(AV) 0 10 5
Timburhús TIMB 3VS10(AV) 0 0 10
Trésmíði TRÉS 1AB01(AV) 1SL06 2II10(AV) 2NT04 2PH10 3SH03 7 24 3
Tölvustýrðar vélar TSVÉ 2FT02 0 2 0
Viðhald og endurbætur VIÐB 3VE03 0 0 3
Einingafjöldi 217 30 119 68

Frjálst val

Nemendur hafa 5 einingar í frjálsu vali.

Getum við bætt efni síðunnar?