Fara í efni

Húsasmíði

Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum.

Námið tekur fjögur ár að jafnaði sem skiptast í 5 annir í skóla og 54 vikna starfsþjálfun á vinnustað.
Við lok húsamíðanámsins staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Fyrsta önnin felst í aðfararnámi byggingagreina, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múrsmíði, pípulagningum og dúkalögn. Önnin er sameiginlegur grunnur fyrir byggingagreinarnar og inniheldur kjarnagreinar og iðnnámsgreinar, bæði bóklegar og verklegar. Næstu fjórar annir innihalda faggreinar (iðnnámsgreinar) í húsasmíði, auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst í bóknámi og verknámi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað. Náminu lýkur með burtfararprófi úr framhaldsskóla og sveinsprófi þegar nemandinn er tilbúinn.

Nánari brautarlýsing

Efnisgjöld eru innheimt fyrir ákveðna áfanga og má sjá lista yfir það hér.

Hægt er að nálgast skipulag kvöldskóla í húsasmíði hér.

Niðurröðun á annir

Grunnnám bygginga -greina (GNB)

Húsasmíði (HÚ)
1.önn 2.önn 3.önn 4.önn 5.önn 6.önn
EFRÆ1BV05 GRUN2ÚF04 BURÐ3BK03 INNA2IK03
STAÞ2HS20 ÁÆST3VG05
FRVV1SR03
HEIL1HD04
ENSK2LS05
TEIV2GH05
  LOVE3ÞR06
GRUN1FF04 ÍSLE2HS05
TEIV2BT05 TRÉS2II10
STAÞ2HS30 MÓTA3US03
HEIL1HH04 LÍFS1SN01 TIMB3VS10 Kjarnagreinaval   TEIV3ÞT05
LÍFS1SN02
TRÉS2NT04
TSVÉ2FT02
  STAÞ3HS30 TRÉS3SH03
STÆF2RH05
TRÉS2PH10       VIÐB3VE03
TRÉS1AB01 SKYN2EÁ01
       
TRÉS1SL06
         
           
           
30

29        

 

 

BRAUTARKJARNI         1.ÞREP 2.ÞREP 3.ÞREP  
Íslenska ÍSLE 2HS05     0 5 0  
Enska
ENSK 2LS05     0 5 0  
Stærðfræði
STÆF 2RH05     0 5 0  
Heilsa og lífstíll HEIL 1HH04 - 1HD04     8 0 0  
Lífsleikni LÍFS 1SN02 - 1SN01   3 0 0  
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01     0 1 0  
Áætlanir og gæðastjórnun ÁÆST 3VG05     0 0 5  
Burðarvirki BURÐ 3BK03     0 0 3  
Efnisfræði EFRÆ 1BV05
    5 0 0  
Framkvæmdir og vinnuvernd FRVV 1SR03   3 0 0  
Grunnteikning GRUN 1FF04 - 2ÚF04 4 4 0  
Innanhúsklæðingar INNA 2IK03     0 3 0  
Lokaverkefni LOVE 3ÞR06     0 0 6  
Mótavinna og uppsláttur MÓTA 3US03     0 0 3  
Starfsþjálfun STAÞ 2HS20 - 2HS30 - 3HS30   0 50 30  
Teikningar og verklýsingar TEIV 2BT05 - 2GH05 - 3ÞT05 0 10 5  
Trésmíði TRÉS 1AB01 - 1SL06 - 2NT04 - 2PH10 - 2II10 - 3SH03 7 24 3  
Timburhús TIMB 3VS10   0 0 10  
Tölvustýrðar vélar TSVÉ 2FT02     0 2 0  
Viðhald og endurbætur VIÐB 3VE03     0 0 3  
          ___________
___________ ___________  
        30 109 68 = 207
                 
Kjarnagreinaval - nemendur velja einn áfanga af eftirtöldum
Enska ENSK 2RM05
           
Íslenska ÍSLE 2KB05          
Stærðfræði STÆF 2AM05 - 2LT05          
                = 5
          Einingafjöldi brautar = 212
Getum við bætt efni síðunnar?