Fara efni  

Starfsnmsbrautir

   

Starfsnámsbrautir

Íþróttabraut

  • Nám á brautinni veitir nemendum fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu í kennslu og þjálfun íþrótta fyrir börn og unglinga. Með náminu er komið til móts við þá sem hafa áhuga á frístundastörfum, sér í lagi leiðbeinenda- og þjálfarastörfum í íþróttum. Stefnt er að því að gera þá hæfa til að stjórna, kenna og þjálfa íþróttir hjá íþróttafélögum og víðar.
 

Sjúkraliðabraut

  • Sjúkraliðabraut býr nemendur undir hjúkrunarstörf á sjúkrastofnunum og heimilum. Til viðbótar námi á brautinni verða nemendur að vinna fjóra mánuði á sjúkrastofnun og geta að því loknu sótt um löggildingu starfsheitis til heilbrigðis og tryggingaráðuneytis. Meðalnámstími er sex annir í skóla auk fjögurra mánaða starfsþjálfunar.
 

 

Matvælanám

  • Grunnnám matvælagreina er eins árs námsbraut þar sem nemendur fá undirbúning undir ýmiskonar nám í matvæla- og veitingagreinum. Verkmenntaskólinn mun bjóða upp á framhaldsnám í matreiðslu (aðstoðarkokkur og matreiðslumaður),framreiðslu (aðstoðarþjónn og framreiðslumaður), matartækni og kjötiðn.

Viðskiptabraut

  • Markmið viðskiptabrautar er að búa nemendur undir almenn verslunar og skrifstofustörf. Námið er almennt viðurkennt sem góður undirbúningur til verslunar og skrifstofustarfa. Brautinni lýkur með almennu verslunarprófi. Meðalnámstími er 4 annir. 

Vélstjórnarbraut

Vélstjórnarnámið er þrepanám í fjórum þrepum sem kölluð eru A til D réttindi vélstjórnar. Vélstjórar sjá um stjórn og viðhald véla í skipum og bátum. Einnig vinna margir vélstjórar við vélbúnaði í iðnfyrirtækjum.

  • Fyrsta stig (vélavörður) gefur réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með aðalvél allt að 375 kw að loknum 6 mánaða siglingatíma. Við VMA lýkur fyrsta stiginu að jafnaði eftir fyrsta námsár.
  • Annað stig Annað stig gefur réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með aðalvél allt að 750 kw að loknum 9 mánaða siglingatíma. Námstími annars stigs er tvö ár.
  • Þriðja stig gefur réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með vélarstærð allt að 1500 kw að loknum 18 mánaða siglingatíma. Námstími þriðja stigs er þrjú og hálft ár.
  • Fjórða stig gefur réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð að loknum 36 mánaða siglingatíma. Námstími fjórða stigs er fimm ár.
 
 

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Hringteigi 2
600 Akureyri
Smi 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hj ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00