Fara í efni

Töflubreytingar í Innu

Hægt er að skoða og óska eftir töflubreytingum í INNU. Til þess þarf að skrá sig inn á INNU og smella þar á tengil sem heitir Töflubreytingar og velja viðkomandi önn.

Töflubreytingar í Innu

 

Þegar þar er komið birtist stundataflan ásamt leitarglugga þar sem hægt er að leita eftir áföngum og skoða hvernig þeir falla inn í viðkomandi stundatöflu.

Töflubreytingar í Innu - skref 2

 

Þegar búið er að velja áfanga þarf að velja hóp og þá birtist áfanginn í stundatöflunni. Í dæminu hér fyrir neðan má sjá hvernig árekstur milli áfanga birtist í töflunni. Ef þú hefur valið vitlausan áfanga þá ferðu í ruslafötuna við hlið áfangaheitisins.

Töflubreytingar í Innu - skref 3

 

Þegar réttur áfangi og hópur hefur verið valinn, þannig að hann passi í töflu (eða er í árekstri) þarftu að gæta þess að staðfesta ósk um töflubreytingu. Þetta er síðan endurtekið eftir fjölda áfanga sem óskað er eftir.

Töflubreytingar í Innu - skref 4

Getum við bætt efni síðunnar?