Fara í efni

Notendanöfn og lykilorð

Þeir sem eru að búa til lykilorð í fyrsta skipti, hafa glatað lykilorði sínu eða vilja breyta því geta gert það á slóðinni lykilord.menntasky.is. Innskráning þar er með rafrænum skilríkjum. Þegar þú ert búin að velja skólann og búa til lykilorð velur þú Breyta lykilorði. Ef þú getur ekki valið það er lykilorðið ekki nógu langt.

Athugið að þetta breytir lykilorðinu að öllum kerfum skólans þar með talið Microsoft, Moodle og WiFi. Ef lykilorð er vistað einhversstaðar þá þarf að uppfæra það um leið.

Lykilorð þurfa að vera að minnsta kosti 10 stafir og innihalda hástaf, lágstaf og tölustaf.  Hér má sjá góð ráð  um hvernig skal búa til lykilorð: cert.is og hér

Tveggja þátta auðkenning


Til að nota skólaaðganginn heima þarf að virkja tveggja þátta auðkenningu og það borgar sig að gera það strax.
MFA leiðbeiningar - Menntaský hér má finna leiðbeiningar til að virkja þær.

Tölvukerfi VMA

Sama notendanafn og lykilorð er notað fyrir eftirfarandi þjónustur/kerfi sem skólinn notar:

  • Microsoft 365 - allt netfangið notað við innskráningu (vma000000@vma.is)
  • Þráðlaust net (eduroam WiFi) - allt netfangið notað við innskráningu (vma000000@vma.is)
  • Moodle (kennslukerfi) - vma + númerið notað við innskráningu (vma000000@vma.is)
  • Innskráning í borðtölvur skólans vma + númerið notað við innskráningu (vma000000@vma.is)

Nemendur og starfsfólk geta alltaf endursett lykilorðin sín að þessum kerfum á síðunni lykilord.menntasky.is með rafrænum skilríkjum.

Skráning inn í Innu er gerð með rafrænum skilríkum eða Íslykli hér má finna leiðbeiningar til að skrá sig inn í Innu

Öryggi lykilorða

  • Lágmark 10 stafir og gott er að þau innihaldi stóran staf, lítinn staf og tölustaf.
  • Ekki nota þekkt lykilorð eða lykilorð sem eru notuð í önnur kerfi eins og Facebook eða heimabanka. 
  • Ekki nota orð sem eru til í orðabók eða símaskránni eins og heimilisfang með götunúmeri. Þar sem slík orð eru oft notuð í tölvu árásum.
  • Gott er að skipta a.m.k. árlega um lykilorð.

Ef spurningar vakna hafið samband við hjalp@vma.is

Getum við bætt efni síðunnar?