Fara í efni

Sækja Microsoft 365 hugbúnað

Office 365 – tölvukerfi í skýjunum

VMA notast við kerfi frá Microsoft og nýtum við okkur Office 365 fyrir tölvupóst, skjalavistun og samvinnu af öllu tagi. Það þýðir að þú getur nálgast öll gögnin þín og Office-forritin (t.d. Word, Excel, OneNote og fleira) í hvaða tölvu sem er, hvar í heiminum sem er.

Til að virkja reikninginn þarf að gera lykilorð á lykilord.menntasky.is. Þann reikning má svo nota til að skrá sig inn á office.com, Office pakkann og tölvur í tölvustofum skólans.

Nemendur og starfsmenn sem vinna í Office pakkanum utan skólans þurfa að virkja fjölþátta auðkenningu - leiðbeiningar til að virkja þær má finna hér

Uppsetning

Byrjaðu á því að fara inn á office.com. Þegar þú skráir þig inn er hnappurinn „Install apps“ ofarlega til hægri.

ATH:  Það þarf að vera a.m.k. 10 GB laust pláss í tölvunni fyrir uppsetningu pakkans.  

Ef þú ert með Apple-tölvu þarftu að ganga úr skugga um að þú sért að keyra nýjasta, eða a.m.k. nýlegt, stýrikerfi (t.d. Big Sur).

Aðeins fyrir Windows tölvur: Mjög sniðugt er að sækja íslenskan villupúka (leiðréttingaforrit) fyrir Office-pakkann og getur þú gert það hér: https://www.microsoft.com/is-is/download/details.aspx?id=52668

Með Office 365 fylgir gagnageymsla sem heitir OneDrive. Þar hefur þú leyfi til að geyma allt að 1000GB, eða eitt terabæt, af gögnum. Þetta pláss er þó ekki ætlað fyrir annað en það sem tengist skólanum.

Mælst er til þess að öll skólagögn séu vistuð á OneDrive til þess að minnka líkur á að þau glatist en líka vegna allra samvinnumöguleikana sem það felur í sér, en þeir geta verið nauðsynlegir fyrir það starf sem fer fram í VMA.

Sniðugt er að búa til möppur, eftir t.d. árum og fögum, til að auðvelda skipulag og umgengni. Með því að deila skjölum (e. Share) af OneDrive geta margir unnið í sama skjalinu á sama tíma. Passið að deila skjölunum á VMA netföngin ykkar, ekki persónuleg netföng, því þá virkar samvinnan ekki sem skyldi.

Hægt er að samstilla (e. Sync) gögnin þín sem eru á OneDrive, þ.e. búa til möppu á tölvunni með öllum gögnunum. Það auðveldar mjög alla skjalavinnslu og vistun.

Nokkuð hefur borið á því að notendur Office á Mac tölvum fái villumeldingu um leyfi við fyrstu notkun. Þá þarf aðeins að skrá sig út og inn aftur. 

Office 365 í farsíma og spjaldtölvur

Þú getur einnig sett upp Office 365 (Outlook, OneDrive, Word, Excel..) í farsímanum eða spjaldtölvur á sambærilegan máta.

Tölvupóstur í síma

Eindregið er mælt með því að sækja póstforritið Outlook í símann til að hafa VMA póstinn aðgengilegan þar. Það minnkar líkur á að mikilvægur póstur fari fram hjá þér. Hægt er að sækja forritið á App Store og Play Store þér að kostnaðarlausu.

Notkun netfangsins

Ath. Ekki er ráðlegt að tengja vma póstfang við þjónustur eins og Spotify eða Apple ID þar sem aðgangi verður lokað fljótlega eftir að nemendur útskrifast.

Getum við bætt efni síðunnar?