Fara í efni

Prófareglur

Þann 11. apríl 2018 voru samþykktar breytingar á prófareglum.  

Ekki er lengur krafist læknisvottorðs vegna veikinda (nema í sérstökum tilvikum).  
Nemendur þurfa að sýna persónuskilríki með mynd í prófi.   
Allir nemendur hafa rétt á að sitja 30 mín lengur í prófi.

Prófareglur: 

  1. Ef nemandi er veikur þegar lokapróf fer fram skal hann tilkynna það skrifstofu VMA að morgni prófdags ella hefur hann fyrirgert rétti sínum til sjúkraprófs. Skráning í sjúkrapróf fer fram á skrifstofu skólans um leið og veikindi eru tilkynnt með GÁT-060 Skráning í sjúkrapróf.
  2. Nemendum ber að leggja persónuskilríki með mynd á borð eða vinnustöð í upphafi prófs. Ef nemandi hefur ekki persónuskilríki með sér er heimilt að leita til prófhafa til staðfestingar um að nemandi sé skráður í áfanga. Ef ekki er hægt að staðfesta hver nemandi er, skal prófstjóri ákvarða hvernig tekið er á málinu.
  3. Próftími kemur fram á forsíðu prófs. Nemendur hafa heimild til að sitja 30 mínútum lengur en próftími segir til um.
  4. Nemendum ber að sitja hið minnsta 45 mínútur við verkefni sitt í hverju prófi. Komi nemandi meira en 45 mínútum of seint til prófs, hefur hann glatað rétti sínum til að þreyta prófið.
  5. Öll meðferð snjalltækja er stranglega bönnuð á prófstað.
  6. Ef vafi leikur á próftökurétti nemanda, t.d. vegna fjarvista eða hann hefur ekki lokið tilskyldum verkefnum, skal nemandinn ganga úr skugga um rétt sinn hjá sviðsstjóra sínum fyrir prófið.
  7. Nemanda er ekki heimilt að fara án eftirlits úr prófstofu og koma aftur inn og ljúka við að leysa prófið.
  8. Meðferð matar og drykkjar er að öllu jöfnu óheimil í prófstofu.
  9. Alger þögn skal ríkja í prófstofu. Ef nemandi þarfnast aðstoðar, skal hann rétta upp hönd. Nemandi má ekki þiggja eða veita öðrum próftökum aðstoð meðan á prófi stendur.
  10. Einungis hjálpargögn sem tilgreind eru á forsíðu prófa eru leyfileg.
  11. Nemanda er ekki heimilt að hefja próftöku fyrr en yfirsetukennari hefur gefið merki um slíkt.
  12. Grunað prófsvindl er tilkynnt til prófstjóra sem metur alvarleika hvers tilviks og hver viðbrögð skulu vera. Prófsvindl þýðir að jafnaði fall í áfanga eða brottrekstur úr skóla.
Uppfært 12. apríl 2018.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?