Fara í efni  

Notendanöfn og lykilorð

Þeir sem hafa glatað lykilorði sínu eða vilja breyta því geta gert það á slóðinni https://i.vma.is. Innskráning þar getur verið með: sérstökum hlekk sem nýnemar fá sendan, íslykli, rafrænum skilríkjum eða gamla lykilorðinu sé það vitað. Athugið að þetta breytir lykilorðinu að öllum kerfum skólans þar með talið Google, Microsoft, Moodle og WiFi. Ef lykilorð er vistað einhversstaðar þá þarf að uppfæra það um leið.
Þetta hefur ekki áhrif á Innu lykilorð. Hér eru leiðbeiningar varðandi Innu.

Tölvukerfi VMA

Sama notendanafn og lykilorð er notað fyrir eftirfarandi þjónustur/kerfi sem skólinn notar:

Nemendur og starfsfólk geta alltaf endursett lykilorðin sín að þessum kerfum á síðunni https://i.vma.is með notkun rafrænna skilríkja eða Íslykli.

Íslykill

  • Íslykill er lykilorð tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila, gefið út af Þjóðskrá Íslands. 
  • Ekkert aldurstakmark er á Íslykli.
  • Við fyrstu innskráningu með nýjum Íslykli þarf að breyta lykilorðinu. Lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum.
  • Meira um Íslykilinn
  • Panta Íslykil.

Rafræn skilríki

  • Eru persónuskilríki í farsíma.
  • í boði fyrir einstaklinga undir 18 ára.
  • Rafræn skilríki er hægt að sækja um í bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni.
  • Þegar sótt er um rafrænt skilríki í farsíma þarf alltaf að hafa símann með, gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd. 
  • Meiri upplýsingar á vef Auðkenni.is og Skilriki.is

Öryggiskröfur lykilorða í VMA

  • Lágmark 8 stafir & innihalda stóran staf, lítinn staf og tölustaf.
  • Ekki nota tákn (.,-#$%&) 
  • Ekki nota sér íslenska stafi
  • Ekki nota þekkt lykilorð eða lykilorð sem eru notuð í önnur kerfi eins og Facebook eða heimabanka. 
  • Ekki nota orð sem eru til í orðabók eða símaskránni eins og heimilisfang með götunúmeri. Þar sem slík orð eru oft notuð í tölvu árásum.
  • Gott er að skipta a.m.k. árlega um lykilorð.

Ef spurningar vakna hafið samband við hjalp@vma.is eða verkefnastjóra gagnasmiðju í B álmu.

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.