Fara í efni

Forvarnarfulltrúi

   Forvarnarfulltrúi

Forvarnarfulltrúi VMA er Kristján Bergmann Tómasson (Mummi).

Hann er með viðtalstíma samkvæmt samkomulagi. Til að panta tíma er hægt er að senda póst á netfangið kristjan.b.tomasson@vma.is

Stefna VMA í forvörnum

Verkmenntaskólinn á Akureyri leggur áherslu á að nemendur skólans tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðs lífernis og öðlist sterka sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Lögð er áhersla á að styrkja félagslíf sem eflir félagsþroska nemenda og minnkar líkur á neyslu vímuefna.

Skólinn vill einnig aðstoða þá sem hafa ánetjast vímuefnum og í skólanum gilda skýrar reglur um notkun tóbaks, þ.m.t. nef- og munntóbaks auk rafsígaretta og nikótínpúða. Reykingar og öll notkun tóbaks er óheimil í húsnæði og á lóð skólans sem og notkun áfengis og annarra vímugjafa. Sömu reglur gilda um ferðalög og aðra viðburði í nafni skólans.

Markmið Verkmenntaskólans á Akureyri er að efla alhliða forvarnir og heilsuvernd. Í því felst m.a.

  • að taka þátt í verkefninu -  Heilsueflandi framhaldsskóli
  • að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og traustri sjálfsmynd nemenda
  • að koma í veg fyrir reykingar, áfengisneyslu og aðra vímuefnanotkun nemenda,
  • að styðja nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna.

 

Leiðir skólans að þessum markmiðum felast einkum í starfi forvarnafulltrúa, skýrum reglum og almennri fræðslu. Þá leggur skólinn áherslu á fjölbreytni í líkamsræktarkennslu og að nemendum bjóðist hollur matur á hóflegu verði innan skólans.

Forvarnafulltrúi er starfandi í skólanum sem ætlað er

  • að samhæfa forvarnafræðslu fyrir nemendur og starfsfólk
  • að vera til viðtals fyrir nemendur
  • að aðstoða nemendur sem vilja hætta neyslu og styðja nemendur sem hafa valið sér líf án áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna
  • að vera talsmaður forvarnastefnunnar og fylgja henni eftir í samráði við stjórnendur

Forvarnarfulltrúi er Kristján Bergmann Tómasson, einstaklingar sem leita til hans njóta fulls trúnaðar.

Nemendur geta látið forvarnafulltrúa, námsráðgjafa, umsjónarkennara, skólahjúkrunarfræðing eða skólayfirvöld vita hafi þeir vitneskju eða rökstuddan grun um hverskonar neyslu ólöglegra vímuefna eða sjálfsskemmandi hegðun nemenda.

Uppfært 6. febrúar 2024 (HAH)

Getum við bætt efni síðunnar?