Fara í efni  

Sækja Microsoft 365 hugbúnað

Skýjatenging VMA við Microsoft var sumarið 2021 færð frá skólanum yfir í Menntaskýið. Við það breytist aðgangurinn frá @vma.is yfir á @365.vma.is. Til að virkja breytinguna þarf að skipta um lykilorð á https://i.vma.is. Allir notendur ættu að hafa fengið póst með leiðbeiningum og vera búnir að skipta um lykilorð.

Þegar aðgangurinn er orðin virkur er hægt að sækja Office pakkan gegnum https://www.office.com/ eða gegnum viðkomandi App store fyrir síma og spjöld. Notið @365.vma.is netfangið við innskráningu.

Office 365 sign in

Windows 10

 1. Smella á "Install Office".

Install Office 365

2. Næst þarftu að keyra upp skrána, það er örlítið mismunandi milli vafra hvar og hvernig skráin birtist. Opnaðu skrána:

3. Upp kemur öryggisviðvörun. Smelltu á „Yes“ til að halda áfram:

4. Nú þarf að leyfa uppsetningunni að klárast. Það tekur um 10-20 mínútur:

5. Þá eru forritin komin inn á tölvuna og má loka glugganum með því að smella á „Close“:

MacOS

Fyrst þarf að skrá sig inn á aðgang Office 365: https://www.office.com/

Dæmi um uppsetningu má sjá á vef háskóla Íslands, byrjið að skoða lið 2. hér: https://uts.hi.is/node/1190

Android

Office 365 kemur ekki sem heill pakki í Android. Hér að neðan er beinn tengill í google play store þar sem þú getur náð í viðeigandi hugbúnað:

iPhone og iPad

Office 365 kemur ekki sem heill pakki í iPhone og iPad. Hér að neðan er beinn tengill í App store þar sem þú getur náð í viðeigandi hugbúnað:

Linux

Microsoft stiður einungins við Teams á Linux eins og er. Ekki er hægt að keyra nýjasta Office desktop pakkan gegnum wine eða aðrar samhæfingarlausnir með góðu móti. Linux notendur geta hinsvegar notað Office online með fullum stuðningi frá Microsoft. Eins er hægt að vinna með flest Office skjöl í G Suite eða með LibreOffice

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.