Fara í efni  

Sækja Microsoft póst yfir í Gmail

Frá Haust önn 2021 notar tölvukerfi VMA bæði Google Workspace (@vma.is) og Microsoft 365 (@365.vma.is) í gegnum verkefnið Menntaský. Þessu fylgir að allir notendur kerfisins hafa 2 pósthólf sem þeir þurfa fylgjast með. Til að einfalda þetta er hægt að láta vefpóstinn hjá Google sækja póstinn úr Microsoft hólfinu og þá þarf bara að fylgjast með pósti sem berst á aðal netfangið.

Til að virkja Menntaskýs aðganginn þarf að velja nýtt lykilorð á i.vma.is en það ættu flestir að vera búnir að gera nú þegar.

Næst þarf að ská sig inn á vefpóst Google.

  • Smella á tannhjólið efst í hægra horni síðunar.
  • Smella á See all settings
  • Smella á Accounts flipan
  • Smella á Add a mail account
  • Setja inn: microsoft netfangið þitt notandi@365.vma.is
  • Nýja lykilorðið:
  • POP Server: outlook.office365.com
  • Port: 995
  • Haka við: Always use a secure connection
  • Smella á Add Account

Þá sér Google um að allur póstur til þín komi á einn stað, hægt er að tengjast við Google pósthólfið með heðbundum leiðum úr vefpósti, póst forritum eða síma.

Mynd sem sýnir stillingar í Google Workspace pósthólfi

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.