Jóhanna Bergsdóttir annast sálfræðiþjónustu fyrir nemendur VMA. Sálfræðiþjónustan er nemendum að kostnaðarlausu. Hægt er að panta tíma hjá Jóhönnu með því að senda tölvupóst á námsráðgjafa – Svövu Hrönn svava@vma.is eða Helgu helgajul@vma.is. Jóhanna er með skrifstofu í M07, beint á móti norðurinngangi.
Jóhanna er með opinn tíma mánudaga til miðvikudaga 11:00 til 11:30 þar sem nemendur geta komið án þess að panta tíma.
Skólaárið 2012-2013 var í fyrsta skipti starfandi sálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Starf hans fólst meðal annars í því að veita hóp- og einstaklingsmeðferð fyrir nemendur skólans sem upplifðu andlega vanlíðan eins og þunglyndi eða kvíða. Eins og sést í ársskýrslu um sálfræðiþjónustu í VMA nýttu nemendur sér þjónustuna í ríku mæli og komu rúmlega 10% nemenda einu sinni eða oftar í viðtal til sálfræðings VMA.
Ársskýrsla sálfræðings skólaárið 2014-2015.
Árskýrsla sálfræðings skólaárið 2012-2013.