Fara í efni  

Námsval í Innu

  1. Fyrst þarf að skrá sig inn og smella á hnappinn „Val“.

    Námsval í Innu - skref 1

  2. Þá opnast fyrir neðan hnappur sem á stendur önnin sem verið er að velja áfanga á. Það þarf að smella á önnina.
    Námsval í Innu - skref 2

  3. Þá birtast tveir tómir kassar og langur listi fyrir neðan þá. Þessi kassar heita Aðalval og Varaval. Í þá þarf að velja áfanga úr listanum fyrir neðan.

    Námsval í Innu - skref 3

  4. Til þess að velja áfanga þarf að smella á áfangaheiti (áfangalínuna) einu sinni og þá birtist áfanginn í Aðalvalskassanum. Upplýsingar um þrep, tíma á viku og undanfara birtast einnig.

    Námsval í Innu - skref 4

  5. Þegar búið er að velja þá áfanga sem viðkomandi nemandi ætlar í þá er hægt að sjá einingafjölda og kennslustundafjölda fyrir neðan kassann.

    Námsval í Innu - skref 5

  6. Varaval er einnig mjög mikilvægt en til að skrá það þarf að skrá áfanga fyrst í aðalval og draga síðan áfangann yfir í Varavalskassann.

    Námsval í Innu - skref 6

  7. Þegar búið er að velja þá þarf að smella á Vista val


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.