Innskráning með rafrænum skilríkjum
Rafræn skilríki eru einföld leið til auðkenningar
Ef vandræði eru við að skrá sig með rafrænum skilríkjum er best að framkvæma þetta:
a. Slökkva á símanum í 15 sek
b. Kveikja á símanum og bíða í 2 mín
c. Hringja eitt símtal þarf engin að svara bara koma sónn
d. Reyna að nota skilríkin aftur Athugaðu að það er ekki nóg að restarta eingöngu, en ef þú fylgir þessu ferli ætti þetta að hrökkva í gang
Innskráning með Íslykli
Mælt er með því að nota Íslykil til að skrá sig inn á Innu. Hægt er að sækja um íslykil og er hægt að fá hann sendan í bréfpósti ef viðkomandi er ekki með heimabanka.
Innskráning með Office 365 eða Google aðgangi
Þegar notandi hefur skráð sig einu sinni inn í Innu getur hann breytt innskráningarleið með því að fara í Stillingar og smella á Opna undir tengli sem heitir Innskráning með Google og Office 365. Sjá mynd fyrir neðan.
7. febrúar 2022