Flýtilyklar

Nemendur og félagslíf

Nemendur og félagslíf

Félagslíf nemenda er mikið og nú, þegar skólinn hefur fest rætur á Eyralandsholti, aukast möguleikar til félagslífs enn frekar. Nemendafélag skólans nefnist Þórduna. Félagið stendur fyrir öllu klúbbastarfi og samkomum í skólanum. Meðal viðburða á vegum félagsins má nefna söngkeppni, böll, kvöldvökur og ferðalög. Félagið beitir sér fyrir útgáfu skólablaðs og upplýsingabæklinga fyrir nemendur. Síðast en ekki síst ber nemendafélagið hitann og þungann af undirbúningi árshátíðar skólans.

Innan nemendafélagsins starfa fjölmargir klúbbar sem bjóða upp á ýmsa dægradvöl. Viðfangsefni klúbba eru af ýmsu tagi: ljósmyndun, kvikmyndir, íþróttir, tónlist, leiklist, tölvur o.s.frv. Það fer eftir áhuga nemenda á hverjum tíma hvaða klúbbar eru starfandi og hvar virknin er mest. Undanfarin ár hafa nemendur sett upp mannmarga söngleiki, t.d. Rocky Horror, Grease og Honk!.VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00