Fara í efni

Listnáms- og hönnunarbraut - myndlistarlína (Staðfestingarnúmer 84)

Með námi á listnáms- og hönnunarbraut er lagður grunnur að listiðkun og frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Menntun á listnáms- og hönnunarbraut stuðlar að eflingu sköpunargáfu sem gefur góðan grunn fyrir nám í öllum skapandi greinum sem tengjast manngerðu umhverfi, skemmtana-, tölvu-, tísku- og listheimi. Listnám veitir tækifæri til að þroska fjölbreyttan og persónulegan tjáningarmáta og dýpka skilning á menningu, samfélagi og umhverfi. Í kjarna listnáms- og hönnunarbrautar læra nemendur um grunnatriði sjónlista, listasögu og menningarlæsi. Á myndlistarlínu er lögð áhersla á frjálsa myndsköpun og myndlistargreinar eins og grafík, ljósmyndun, málverk, skúlptúr og teikningu. Auk þessa stunda nemendur almennt bóklegt nám.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Á listnáms- og hönnunarbraut miðast kennsluaðferðir við að skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms í samvinnu við nemandann þar sem hann tileinkar sér sjálfstæð vinnubrögð og ræktar hæfni sína. Sérstaklega er hlúð að sköpunarkraftinum með því að örva skynjun, ímyndunarafl, tæknilega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur fá stöðuga endurgjöf á vinnu sína. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og fela m.a. í sér kveikju sem byggir á reynslu nemandans en jafnframt ákveðnu nýnæmi ásamt sýnikennslu þar sem kennarinn miðlar upplýsingum, sýnir vinnubrögð og lýsir hugtökum. Kennsluaðferðir fela einnig í sér vinnustofureynslu þar sem nemandinn lærir með því að gera, líkt og í eigin vinnustofu, tengingu við umhverfi þar sem vinna nemandans er sett í samhengi við umhverfi, listasögu og menningu ásamt ígrundun nemandans á eigin verkum og annarra þar sem hann leitast við að skilja og bæta eigin árangur.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og tekur mið af fjölbreyttum kennsluháttum, þekkingar-, leikni og hæfniviðmiðum og ólíkum nemendum. Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat getur verið fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.

Reglur um námsframvindu

Námi á listnáms- og hönnunarbraut lýkur með stúdentsprófi. Brautin er 201 eining og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 67 einingum á ári að jafnaði. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 – 33% , á 2. þrepi 33 – 50% og á 3. þrepi 17 – 33%. Nemanda er heimilt að útskrifast með allt að 10% eininga á 4. þrepi.

Hæfnisviðmið

 • hagnýta þá sérhæfðu þekkingu og leikni í myndlist til að útfæra verk sín
 • sýna frumkvæði og skapandi nálgun við gerð verka
 • sýna sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og áræðni við útfærlsu þeirra og túlkun
 • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningu við sköpun og framsetningu verka
 • setja þekkingu á fagsviði sínu í samfélagslegt og alþjóðlegt samhengi
 • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki lista
 • skynja, greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra á ábyrgan og gagnrýninn hátt
 • standa fyrir opinberri sýningu eða viðburði og miðla listrænum styrk sínum
 • takast á við frekara nám, einkum á sviði lista og/eða hönnunar
 • vera virkur þátttakandi í skólastarfinu og lýðræðissamfélagi
 • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
 • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 2LN05 2OM05 0 10 0
Enska ENSK 2LS05 0 5 0
Ferilmappa FEMA 3FM02(AV) 0 0 2
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0
Heimspeki HEIM 2HK05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 2KB05(AV) 0 10 0
Listir og menning LIME 2ML06(AV) 3MU04(AV) 0 6 4
ListaSaga LISA 1HN05 2RA05 3ÍS05(AV) 3NÚ05 5 5 10
Lífsleikni LÍFS 1FN04 1SN01 1SN02 7 0 0
Margmiðlun MARG 1MV03 2HG03 3 3 0
Myndlist MYNL 2FF05 2GR04 2HU05 2LJ05 2MA05 2SK05 3LV05 3MÁ07(AV) 3MS05(AV) 3TS10(AV) 0 29 27
Náttúrulæsi NÁLÆ 1UN05 5 0 0
Sjónlistir SJÓN 1LF05 1TF05 10 0 0
Stærðfræði STÆF 2TE05(AV) 0 5 0
Einingafjöldi 159 38 78 43

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Þýska
Þýska ÞÝSK 1HT05 1RL05 1RS05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0
Spænska
Spænska SPÆN 1HT05(AV) 1RL05 1RS05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0
Efnafræði
Efnafræði EFNA 2ME05 2EL05 3OH05 0 10 5
Einingafjöldi 15 0 10 5
Líffræði
Líffræði LÍFF 3SE05 2LK05 2NÆ05 0 10 5
Einingafjöldi 15 0 10 5
Félagsfræði
Félagsfræði FÉLA 1MS05(AV) 2FA05(AV) 3ML05 5 5 5
Einingafjöldi 15 5 5 5
Saga
Saga SAGA 2SÍ05(AV) 1NM05(AV) 3EM05 5 5 5
Einingafjöldi 15 5 5 5
Sálfræði
Sálfræði SÁLF 3GG05(AV) 2SF05 2SÞ05 0 10 5
Einingafjöldi 15 0 10 5
Uppeldisfræði
Uppeldisfræði UPPE 2UK05 2FF05 3MU05 0 10 5
Einingafjöldi 15 0 10 5
Getum við bætt efni síðunnar?