Fara í efni

Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 59)

Náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði náttúruvísinda. Auk kjarnagreina er lögð áhersla á raungreinar s.s. efnafræði, líffræði, eðlisfræði og jarðfræði auk stærðfræði. Brautin er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. á sviði heilbrigðis- og raunvísinda.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Náttúruvísindabraut er bóknámsbraut og nám og kennsla fer fyrst og fremst fram í skólanum. Nemendur taka helstu raungreinar og stærðfræði í kjarna og geta síðan valið hvaða greinum náttúruvísinda þeir vilja sérhæfa sig í. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á verklegum æfingum og leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Námi á náttúruvísindabraut lýkur með stúdentsprófi. Brautin er 200 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 67 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33% . Nemanda er heimilt að útskrifast með allt að 10% eininga á 4. þrepi.

Hæfnisviðmið

 • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
 • sýna frumkvæði og takast á við ólík verkefni innan skólans sem utan
 • vera virkur þátttakandi í skólastarfinu og lýðræðissamfélagi
 • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
 • búa yfir öflugri siðferðisvitund og ábyrgðarkennd
 • beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun við nám og störf
 • lesa heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn hátt
 • taka þátt í rökræðum um samspil vísinda, tækni og samfélags
 • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður á skýran hátt
 • gera sér grein fyrir órjúfanlegu samspili manns og náttúru
 • beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
 • takast á við frekara nám, einkum í raun- og heilbrigðisvísindum eða skyldum greinum

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska DANS 2LN05 2OM05 0 10 0
Eðlisfræði EÐLI 2AO05 3VB05 0 5 5
Efnafræði EFNA 2EL05 2ME05 0 10 0
Enska ENSK 2LS05 3VG05 0 5 5
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 2KB05(AV) 0 10 0
Jarðfræði JARÐ 2EJ05 0 5 0
Líffræði LÍFF 2LK05 3SE05 0 5 5
Lífsleikni LÍFS 1FN04 1SN01 1SN02 7 0 0
Lokaverkefni LOVE 3SR05 0 0 5
Menningarlæsi, lýðræði MELÆ 1ML05 5 0 0
Stærðfræði STÆF 2AM05 2LT05 2RH05 2VH05 3FD05 3HD05 3ÖT05 0 20 15
Einingafjöldi 125 20 70 35

Bundið pakkaval
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Þýska
Þýska ÞÝSK 1HT05 1RL05 1RS05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0
Spænska
Spænska SPÆN 1HT05(AV) 1RL05 1RS05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0

Frjálst val

Nemendur á brautinni hafa 18 einingar í frjálsu vali og þurfa að uppfylla skilyrði um þrepaskiptingu stúdentsprófs sem sett eru fram í aðalnámskrá.

Getum við bætt efni síðunnar?