Vélstjórn C
Vélstjórnarnám skiptist í fjögur námsstig: A,B,C og D og veitir hvert um sig ákveðin réttindi samkvæmt reglugerð 535/2008. Nemendur sem ljúka B réttindum hafa samhliða öðlast rétt til töku sveinsprófs í vélvirkjun að loknu starfsnámi og nemendur sem ljúka námi til C stigs hafa einnig lokið stúdentsprófi. Lokastig námsins, til D réttinda er á 4. þrepi. Námið er skipulagt í samræmi við alþjóðlegar kröfur (IMO, STCW) og öðlast nemendur haldgóðan grunn til starfa jafnt til sjós og lands.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag
Námsstig C (< 3000 kW): Nám til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl minna en 3000 kW og undirvélstjóra á skipum með ótakmarkað vélarafl. Nám til stúdentsprófs.
Námsmat
Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.
Reglur um námsframvindu
Nám til C réttinda vélstjórnar er 269 einingar. Námstími er 4 ár í skóla auk siglingatíma sem skilgreindir eru af Samgöngustofu. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Hæfnisviðmið
- nýta þekkingu sína í störfum og starfsumhverfi innan starfsgreinarinnar sem hann hefur réttindi til að gegna
- þjóna vél- og rafbúnaði skipa sem hann hefur réttindi til að starfa á
- skilja hlutverk, uppbyggingu, getu og virkni þess vélbúnaðar sem gera má ráð fyrir að sé að finna í skipum af þeirri stærð og gerð sem hann öðlast réttindi til að starfa á
- meta ástand þess búnaðar sem hann ber ábyrgð á og geta á hverjum tíma lagt raunhæft mat á hvenær huga þurfi að viðhaldi eða endurnýjun búnaðarins
- beita viðeigandi ráðstöfunum þegar hættuástand skapast og geta brugðist skjótt og rétt við bilunum í vél- og rafbúnaði með þeim hætti að öryggi skips sé sem best tryggt
- lesa og skilja teikningar, verklýsingar og önnur gögn svo sem leiðbeiningar framleiðenda búnaðar og tækja um notkun þeirra, þjónustu við þau og daglega umsjón
- skipuleggja og stjórna neyðarviðbrögðum í samráði við aðra yfirmenn
- taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi.
- tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.
- sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum.
- sýna frumkvæði og beita sköpunargáfu til lausnar viðfangsefna.
- leysa verkefni sem fela í sér meðferð á tölum og tölfræði.
- gera grein fyrir skoðunum sínum og hugmyndum á fjölbreyttan hátt.
- sýna ábyrgð í umgengni um umhverfi sitt og náttúru.
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Hönnun skipa | HÖSK | 2SS04(AV) | 0 | 4 | 0 |
Kælitækni | KÆLI | 2VK05(AV) | 0 | 5 | 0 |
Logsuða | LOGS | 1PS02(AV) | 2 | 0 | 0 |
Rafsuða | RAFS | 1SE02(AV) | 2 | 0 | 0 |
Rafmagnsfræði | RAMV | 1HL05 2MJ04(AV) 2SR04(AV) | 5 | 8 | 0 |
Smíðar | SMÍÐ | 1NH05 | 5 | 0 | 0 |
Stýritækni málmiðna | STÝR | 1LV04(AV) | 4 | 0 | 0 |
Vélfræði | VÉLF | 1AE04(AV) | 4 | 0 | 0 |
Vélstjórn | VÉLS | 1GV05 2KB05 | 5 | 5 | 0 |
Viðhald véla | VIÐH | 3VV04(AV) | 0 | 0 | 4 |
Einingafjöldi | 53 | 27 | 22 | 4 |
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Eðlisfræði | EÐLI | 2AO05 | 0 | 5 | 0 |
Efnisfræði málma | EFMA | 1JS03(AV) | 3 | 0 | 0 |
Efnafræði | EFNA | 2ME05 | 0 | 5 | 0 |
Enska | ENSK | 2LS05 2RM05 | 0 | 10 | 0 |
Grunnteikning | GRUN | 1FF04 2ÚF04 | 4 | 4 | 0 |
Heilsa, lífsstíll | HEIL | 1HH02 1HH02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Hlífðargassuða | HLGS | 2MT02(AV) 2SF02 | 0 | 4 | 0 |
Iðnteikning málmiðna | IÐNT | 3AC04 | 0 | 0 | 4 |
Íslenska | ÍSLE | 2HS05(AV) 2KB05(AV) | 0 | 10 | 0 |
Lagnatækni | LAGN | 3RS04(AV) | 0 | 0 | 4 |
Lífsleikni | LÍFS | 1SN01 1SN02 | 3 | 0 | 0 |
Rafmagnsfræði | RAMV | 3RF04(AV) | 0 | 0 | 4 |
Rafeindatækni | REIT | 2AR04(AV) | 0 | 4 | 0 |
Rökrásir | RÖKR | 3IS04(AV) | 0 | 0 | 4 |
Sjóréttur | SJÓR | 2ÁS04(AV) | 0 | 4 | 0 |
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 |
Smíðar | SMÍÐ | 2NH05 3VV05 | 0 | 5 | 5 |
Stillitækni og reglun | STIL | 3HR05(AV) | 0 | 0 | 5 |
Stjórnun | STJR | 3ÁS01 | 0 | 0 | 1 |
Stærðfræði | STÆF | 2AM05 2RH05 2VH05 | 0 | 15 | 0 |
Stöðugleiki skipa | STÖL | 2SA04(AV) | 0 | 4 | 0 |
Umhverfisfræði | UMHV | 2ÓS04(AV) | 0 | 4 | 0 |
Vélfræði | VÉLF | 2VE04(AV) | 0 | 4 | 0 |
Vélstjórn | VÉLS | 2TK04(AV) 3SV04(AV) 3VK04 | 0 | 4 | 8 |
Véltækni | VÉLT | 3ÁL04(AV) | 0 | 0 | 4 |
Viðskiptagrein | VIÐS | 2PM05 | 0 | 5 | 0 |
Viðhalds- og öryggisfræði | VÖRS | 1VÖ04 | 4 | 0 | 0 |
Einingafjöldi | 145 | 18 | 88 | 39 |
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | 4. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Danska | DANS | 2OM05 | 0 | 5 | 0 | 0 |
Eðlisfræði | EÐLI | 3AV05(AV) | 0 | 0 | 5 | 0 |
Efnafræði | EFNA | 3OH05 3VC04(AV) | 0 | 0 | 9 | 0 |
Enska | ENSK | 3VG05 | 0 | 0 | 5 | 0 |
Kælitækni | KÆLI | 3VC05(BV) | 0 | 0 | 5 | 0 |
Rafmagnsfræði | RAMV | 3VC04 4VC05(FV) | 0 | 0 | 4 | 5 |
Rökrásir | RÖKR | 3VC04(AV) | 0 | 0 | 4 | 0 |
Stjórnun | STJR | 4VM05 | 0 | 0 | 0 | 5 |
Stærðfræði | STÆF | 3FD05 3HD05 | 0 | 0 | 10 | 0 |
Vélfræði | VÉLF | 3VC04(AV) | 0 | 0 | 4 | 0 |
Einingafjöldi | 61 | 0 | 5 | 46 | 10 |