Fara í efni

Sérnámsbraut (Staðfestingarnúmer 500)

Sérnámsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum í grunnskólum og/eða haft aðlagað námsúrræði í almennum bekkjum grunnskóla. Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Markmið sérnámsbrautar er að undirbúa nemendur undir lífið; þátttöku í atvinnulífinu, sjálfstæða búsetu og/eða frekara nám. Nemendahópurinn er breiður og námið og/eða hæfniviðmiðin eru einstaklingsmiðuð. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemandi geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, þ.e. ef þeir hafa áhuga og hæfni til þess. Nám á sérnámsbraut miðast við 8 samfelldar annir frá útskrift úr grunnskóla, þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.

Forkröfur

Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

Skipulag

Námstíminn miðast við átta annir. Nám á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Áhersla er á að styrkja náms-, starfs-, og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum og horft er til styrkleika og áhugasviðs.

Námsmat

Í sumum tilvikum er nemandi bæði í almennum áföngum og námi á sérnámsbraut, og er þá um blandað mat að ræða. Námsmatið inniheldur fjölþættar aðferðir, s.s leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og próf.

Reglur um námsframvindu

Námið á sérnámsbrautinni er einstaklingsmiðað. Hver nemandi er með sína einstaklingsnámskrá. Við skipulag námsins er tekið mið af óskum, áhugasviði og möguleikum hvers nemanda til náms. Einingafjöldi til útskriftar er mismunandi og fer eftir einstaklingsnámskrá hvers nemanda.

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir eigin styrk- og veikleikum
  • taka upplýstar ákvarðanir er varða líf sitt
  • lifa eins sjálfstæðu lífi og mögulegt er
  • skilja mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu og stunda reglulega hreyfingu
  • gera sér grein fyrir eigin fjárhag og meðferð fjármuna
  • skoða og meta möguleika á frekara námi og störfum
  • meta hvenær þörf er á að leita sér aðstoðar hjá viðeigandi fagaðila

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Heilbrigðisfræði HBFR 1FL01 1GH01 1KS01 1PH01 4 0 0
Heimilisfræði HEFR 1BA02 1LM02 4 0 0
Hreyfing HREY 1AG01 1DT01 1ÍÚ01 1JN01 1LE01 1SÆ01 1VÚ01 1ÞS01 8 0 0
Íslenska ÍSLE 1GG02 1ÍL02 1KS02 1LH02 1LÆ02 1SK02 1TD02 1ÞÆ02 16 0 0
Lífsleikni LÍFS 1DM01 1EN01 1ES01 1FT01 1ÍL01 1SU01 1ÚT02 1ÞS01 9 0 0
Starfsnám STAR 1FH02 1RV03 1SV03 1ÖS02 10 0 0
Stærðfræði STÆF 1PV02 1ÞS02 4 0 0
Einingafjöldi 55 55 0 0

Frjálst val

Nemendur velja áfanga sem höfða til áhugasviðs þeirra.

Getum við bætt efni síðunnar?