Fara í efni

Nemendur í byggingadeild byggja þrjú frístundahús

Nemendur í byggingadeild vinna að byggingu þriggja frístundahúsa.
Nemendur í byggingadeild vinna að byggingu þriggja frístundahúsa.

Nú eru nemendur á öðru ári í húsamíði komnir í fullan gang með að byggja þrjú frístundahús en þetta er árlegt verkefni og er nemendum afar mikilvægt og lærdómsríkt því bygging slíkra húsa kemur inn á svo marga þætti sem húsasmiðir þurfa að kunna skil á.

Á liðnum árum hafa húsasmíðanemar byggt 40-50 fermetra frístundahús, raunar var á síðasta skólaári byggt eitt slíkt hús og annað 20 fermetra hús. Minna húsið var smíðað fyrir Hamra – útilífs- og miðstöð skáta sem reka tjaldsvæðið á Hömrum. Það hús stendur nú norðan við VMA og á skammt í land með að verða tilbúið til flutnings upp á Hamra þar sem það verður leigt út til gistingar. Nú hefur orðið að ráði að nemendur í byggingadeild smíða í vetur þrjú samskonar hús fyrir Hamra og er þegar hafin smíði á tveimur húsanna norðan húsnæðis byggingadeildar og það þriðja er í smíðum inni. Þessi hús verða sem sagt öll byggð eftir sömu teikningunni og er í þeim svefnloft.

 Með því að byggja þrjú lítil hús í stað þess að smíða eitt stórt hús er auðveldara að skapa öllum nemendum verkefni á sama tíma og nemendur fá innsýn í fleiri verkþætti en ella. Nemendahópurinn á öðru ári er stór og er honum skipt í tvo 14 nemenda hópa.

Til gamans skal rifjuð upp bygging frístundahúsa VMA síðustu tólf árin:

Haustið 2024
Haustið 2023
Haustið 2022
Haustið 2021
Haustið 2020
Haustið 2019
Haustið 2018
Haustið 2017
Haustið 2016
Haustið 2015
Haustið 2014
Haustið 2013