Fara efni  

Nemendur byggja sumarhs

Nemendur byggja sumarhs
Nemendur eru essa dagana fullu a byggja hsi.
mrg undanfarin r hefur veri hluti af nmi nemenda byggingadeildar VMA a byggja sumarhs, sem san eru seld. Eitt slkt stendur n noran vi sklabygginguna og verur a breyttu tilbi vor.

Í mörg undanfarin ár hefur verið hluti af námi nemenda byggingadeildar VMA að byggja sumarhús, sem síðan eru seld. Eitt slíkt stendur nú norðan við skólabygginguna og verður að óbreyttu tilbúið í vor.

Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina, segir að í meira en tuttugu ár hafi bygging sumarhúsa verið liður í námi nemenda í byggingadeild og að byggt hafi verið samkvæmt sömu teikningunni undanfarin tíu ár. Húsið er 54 fermetrar að grunnfleti með svefnlofti.

Síðastliðinn vetur var hafist handa við byggingu þessa húss og þá var allt burðarvirki klárað. Núna á haustönn hafa annars árs nemendur haldið áfram með verkið í áfanga sem heitir „Timburhús“. Unnið hefur verið að því að ljúka við klæðningu hússins að utan, einangrun og aðra grófvinnu að utan sem innan. Á vorönn heldur þessi sami hópur nemenda áfram með verkið í áfanga sem fjallar um innanhússklæðingar og smíði innréttinga. Húsið verður síðan tilbúið næsta vor, án gólfefna og tækja.

„Smíði þessara húsa hefur gefið mjög góða raun. Hér er um raunhæft verkefni að ræða sem er mjög gott og nauðsynlegt fyrir nemendur að takast á við. Og nemendur kunna vel að meta að takast á við þetta,“ segir Halldór Torfi og bætir við að ekki bara nemendur í byggingadeildinni komi að verkinu. Nemendur í rafvirkjun leggi rafmagn og nemendur í pípulögnum, þegar sú iðngrein er kennd, sjá um pípulagnirnar. 

Hér eru nokkrar útlitsmyndir af sumarhúsinu.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.