Fara í efni  

Sumarbústađur rís

Sumarbústađur rís
Nýi sumarbústađurinn ađ taka á sig mynd.

Liđur í námi verđandi húsasmiđa í VMA er ađ byggja sumarbústađ frá grunni. Ţetta gera nemendur á öđru ári, ţeir byrja ađ byggja bústađinn fljótlega eftir ađ skóli hefst ađ hausti og áđur en vorannarpróf hefjast hafa ţeir lokiđ verkinu. Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingadeildar VMA, segir ađ bygging sumarbústađarins sé mjög mikilvćgt og lćrdómsríkt verkefni fyrir nemendur, í ţví felist lćrdómur á viđ marga fyrirlestra í kennslustofu. Hér sé um ađ rćđa raunhćft verkefni ţar sem nemendur ţurfa ađ takast á viđ margt af ţví sem ţeir ţurfi ađ leysa úr ţegar út á vinnumarkađinn kemur.  

Fljótlega eftir ađ skólinn hófst í haust hófu ellefu nemendur á öđru ári ađ leggja grunn ađ sumarbústađnum. Undirstöđugrindin var sett saman innan dyra og sömuleiđis útveggjagrindur og sperrur. Um miđja síđustu viku var síđan komiđ ađ ţví ađ taka grindina út og koma veggjunum á sinn stađ ofan á henni. Allt féll ţetta saman eins og flís viđ rass og ţví dagljóst ađ nemendur og kennarar höfđu sannarlega vandađ til verka.

Sumarbústađurinn er rétt um 50 fermetrar ađ grunnfleti og verđur á flestan hátt samskonar og bústađur sem annars árs nemar í byggingadeild smíđuđu sl. vetur. Ţó verđur ţakiđ á ţessum bústađ lengra og myndar skjól yfir verönd hússins.

En ţađ eru ekki bara nemendur í byggingadeild sem fá ađ spreyta sig viđ byggingu sumarbústađarins ţví einnig koma ţar nemendur í rafiđnađardeild viđ sögu og leggja rafmagn í bústađinn síđar í vetur. Ţetta verkefni er ţví lćrdómsríkt og kćrkomiđ fyrir fjölda nemenda í VMA. Og víst er ađ sá sem kemur til međ ađ kaupa ţennan bústađ á nćsta ári verđur ekki svikinn af smíđinni. Hér er vandađ til verka. Sá sem keypti bústađinn sem VMA-nemendur byggđu sl. vetur setti hann niđur á Kleifum í Ólafsfirđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00