Fara í efni

Sumarbústaður tekur á sig mynd

Búið að púsla saman veggjum og gólfi hússins.
Búið að púsla saman veggjum og gólfi hússins.

Eftir að hafa forsmíðað gólf og útveggi sumarbústaðarins var komið að því sl. fimmtudag að nemendur á þriðju önn í húsasmíði og kennarar þeirra festu einingarnar saman – með hjálp kranabíls. Það er alltaf mikilvægur áfangi þegar kemur að því að reisa húsið og sjá árangur forsmíðinnar birtast í húsi – eða hluta þess.

Hálfnað verk þá hafið er, segir máltækið og í því eru fólgin nokkur sannindi. Þó svo að verkið sé rétt að byrja er þó miklu náð þegar búið er að reisa húsið. En næsta vers verður að byggja þak og loka húsinu áður en fyrsti vetrarsnjórinn kemur. Og síðan tekur við einn verkþátturinn af öðrum og reynt er að fara eins langt með bygginguna fyrir lok vorannar og mögulegt er.

Húsið í ár er í öllum meginatriðum á sömu nótum og húsið í fyrra, sem nú þjónar eiganda sínum í Reykjadal. Sumarhúsið er að grunnfleti tæpir sextíu fermetrar og í því eru tvö svefnherbergi, baðherbergi/þvottahús, stofa og eldhús. Svefnloft er í hluta hússins. sem hannað er af Steinmari H. Rögnvaldssyni.

Gaman er að rifja upp sumarbústaðabyggingar húsasmíðanema í VMA á liðnum árum: 

Haustið 2021
Haustið 2020
Haustið 2019
Haustið 2018
Haustið 2017
Haustið 2016
Haustið 2015
Haustið 2014
Haustið 2013