Fara í efni

Gott leiklistaruppeldi!

Kunnugleg andlit úr VMA í leikhópnum í Hörgárdal.
Kunnugleg andlit úr VMA í leikhópnum í Hörgárdal.

Það verður ekki annað sagt en fyrrverandi og núverandi nemendur í VMA leggi þessa dagana í ríkum mæli lóð sín á vogarskálarnar í uppfærslum áhugaleikfélaga í nágrenni Akureyrar – annars vegar í uppfærslu Leikfélags Hörgdæla á Melum í Hörgárdal á gamanleikritinu Stelpuhelgi og hins vegar í uppfærslu Freyvangsleikhússins á söngleiknum Fólkinu í blokkinni.

Í Stelpuhelgi koma við sögu eftirfarandi fyrrverandi og núverandi nemendur VMA: Eyrún Arna Ingólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson, Særún Elma Jakobsdóttir, Brynjar Helgason og Þorkell Björn Ingvason. Í Fólkinu í blokkinni taka m.a. þátt Sveinn Brimar Jónsson, Ingimar Baddi Eydal og Karen Kristjánsdóttir.

Það er satt best að segja engin tilviljun að svo margir leikarar séu í þessum tveimur sýningum því þeir hafa fengið gott uppeldi í leikuppfærslum Leikfélags VMA á undanförnum árum.

Rétt er að rifja upp sýningar Leikfélags VMA frá árinu 2014:

Október 2014 – 101 Reykjavík – leikstjóri Jón Gunnar Þórðarson (Rýmið – Hafnarstræti 57).
Febrúar 2016 – Bjart með köflum – leikstjóri Pétur Guðjónsson (Freyvangur).
Október 2016 – Litla hryllingsbúðin – leikstjóri Birna Pétursdóttir (Samkomuhúsið).
Febrúar 2018 – Ávaxtakarfan – leikstjóri Pétur Guðjónsson (Menningarhúsið Hof).
Febrúar 2019 – Bugsý Malón – leikstjóri Gunnar Björn Guðmundsson (Menningarhúsið Hof).
Febrúar 2020 – Tröll – leikstjóri Kolbrún Lilja Guðnadóttir (Menningarhúsið Hof).
Febrúar 2021 – Grís – leikstjóri Pétur Guðjónsson (Gryfjan).
Mars 2022 – Lísa í Undralandi – leikstjóri Sindri Swan (Gryfjan).
Febrúar 2023 – Bót og betrun – leikstjóri Saga Geirdal Jónsdóttir (Gryfjan).

Eyrún Arna Ingólfsdóttir fór með hlutverk Lísu í Undralandi, Freysteinn Sverrisson lék Músnik í Litlu hryllingsbúðinni, Samma í Bugsý Malón, Græna bananann í Ávaxtakörfunni og Kenickie í Grís, Sveinn Brimar Jónsson lék Roger í Grís og einnig fór hann með í Tröllum, Særún Elma Jakobsdóttir og Karen Kristjánsdóttir léku í Bugsý Malón og Brynjar Helgason lék í 101 Reykjavík.