Fara í efni  

Íslandsfrumsýning á Tröllum á sunnudaginn - búiđ ađ bćta viđ fimmtu sýningunni!

Íslandsfrumsýning á Tröllum á sunnudaginn - búiđ ađ bćta viđ fimmtu sýningunni!
Tröll eru afar litrík og fjörleg sýning. Mynd: EBF

Ţá er komiđ ađ ţví! Leikfélag VMA frumsýnir nk. sunnudag leikritiđ Tröll í leikgerđ leikstjórans Kolbrúnar Lilju Guđnadóttur og Jokku G. Birnudóttur. Leikgerđin var unnin út frá kvikmyndinni Trolls sem er vel ţekkt, ekki síst fyrir tónlistina, nokkur laganna í sýningunni eru afar vel ţekkt. Ţetta er Íslandsfrumsýning á verkinu og ţví um heilmikinn viđburđ ađ rćđa í leiklistarlífinu á Akureyri.

Frumsýningin verđur nk. sunnudag, 16. febrúar, kl. 14 í stóra salnum í Menningarhúsinu Hofi. Önnur sýning verđur sama dag kl. 17. Annar sýningardagur verđur sunnudagurinn 23. febrúar – ţá verđa sýningar einnig kl. 14 og 17. Upphaflega voru ákveđnar fjórar sýningar á verkinu en nú hefur, í ljósi mikils áhuga og rífandi sölu ađgöngumiđa, fimmtu sýningunni veriđ bćtt viđ sunnudaginn 8. mars kl. 14. Allar sýningarnar eru í sölu á tix.is og mak.is.

Egill Bjarni Friđjónsson brá sér á dögunum á ćfingu á verkinu í Hofi og tók fjölda ljósmynda. 

Í stórum dráttum eru Tröll um Poppý og Bragga sem fara til Böggabćjar til ađ bjarga vinum sínum úr klóm böggana, sem trúa ţví ađ ef ţau borđa tröllin verđi ţau hamingjusöm. Á leiđinni í Böggabć hitta ţau allskyns verur og lenda í ýmsum ćvintýrum. Poppý er glađleg og hress tröllaprinsessa sem elskar ekkert meira en ađ syngja og vera međ vinum sínum. En Braggi er andstćđan viđ Poppý, hann er fúll og áhyggjufullur tröllastrákur sem er alltaf hrćddur um ađ verđa étinn af böggum. Ţetta er ţví ćvintýri í orđsins fyllstu merkinu og útlit sýningarinnar ber ţess sannarlega merki. Sviđiđ í Hofi hefur breyst í tröllaveröld.

Í tveimur af burđarhlutverkum sýningarinnar eru Eyţór Dađi Eyţórsson, sem er jafnframt formađur Ţórdunu - skólafélags VMA, og Embla Björk Jónsdóttir, sem jafnframt er skemmtanastjóri í stjórn Ţórdunu.

Embla Björk er 17 ára gömul. Hún er á fjórđu önn í grunndeild rafiđna og stefnir á nám í rafeindavirkjun ađ grunndeildinni lokinni. Embla segist hafa veriđ međ leikhúsbakteríuna síđan hún man eftir sér og hafi alltaf haft gaman af söng og ađ leika. „Ţađ má samt segja ađ ég hafi alveg dottiđ inn í ţetta ţegar ég fór á leiklistarnámskeiđ hjá leiklistarskóla LA ţegar ég var krakki. Ég fór á öll námskeiđ sem voru í bođi af ţví mér fannst ţetta svo gaman. Svo fékk ég ađ stíga á stóra sviđiđ í Samkomuhúsinu áriđ 2013 ţegar ég lék í verkinu Sek. Síđan ţá hef ég tekiđ ţátt í alls konar sýningum, til dćmis árshátíđarleikritum í grunnskólanum mínum og nokkrum uppsetningum hjá Freyvangsleikhúsinu. Í fyrra var allt á fullu hjá mér ţar sem ég var bćđi ađ leika Önnu í uppsetningu Freyvangsleikhússins á Línu Langsokki og í Bugsý Malón hér í VMA. Ţađ sem dregur mig svona helst ađ leiklistinni er hvađ ţađ er ótrúlega skemmtilegt ađ fá ađ stíga inn í einhvern annan raunveruleika og gleyma sér í smá stund og svo skemmir athyglin sem mađur fćr út á ţađ alls ekki fyrir. Ţegar mađur finnur ţetta “rush” sem kemur yfir mann eftir vel heppnađa sýningu er ekki aftur snúiđ, ţađ er svo ćđisleg tilfinning. Ţetta ćfingaferli hefur veriđ rosaleg vinna en samt svo sjúklega skemmtilegt og gefandi. Ég er búin ađ kynnast svo mikiđ af ćđislegu fólki og hef fundiđ nýja hliđ á sjálfri mér sem leikara. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hvađ ţetta hefur gengiđ vel. Fólk er ađ taka svo rosalega vel í ţetta, enda er nćstum uppselt á allar sýningarnar okkar. Nú erum viđ búin ađ bćta viđ ţriđju sýningarhelginni svo ţađ er um ađ gera ađ tryggja sér miđa sem fyrst," segir Embla Björk Jónsdóttir.

Persónur og leikendur í sýningunni eru:

Rikka - Alexandra Guđný Berglind Haraldsdóttir
Grísli - Sveinn Brimar Jónsson
Poppý - Embla Björk Jónsdóttir
Braggi - Eyţór Dađi Eyţórsson
Mamma drottning - María Björk Jónsdóttir
Birgitta - Sigíđur Erla Ómarsdóttir
Bobbi Marley - Hrafnhildur Sunna Eyţórsdóttir
Kormákur - Úrsúla Nótt Siljudóttir
Dj plötusnúđur - Vala Alvilde Berg
Kokkurinn og Ský - Örn Smári Jónsson.

Sem fyrr segir er Kolbrún Lilja Guđnadóttir leikstjóri og hún er handritshöfundur á móti Jokku B. Birnudóttur. Ađstođarleikstjóri er Elísabeth Ása Eggerz, um raddţjálfun sér Sćrún Elma Jakobsdóttir, tónlistin er í höndun Hauks Sindra Karlssonar, danshöfundur er Ţórgunnur Ása Kristjánsdóttir, búningahönnuđir eru Katrín Helga Ómarsdóttir og Svanbjörg Anna Sveinsdóttir og útlitshönnuđir eru Elín Gunnarsdóttir, Harpa Birgisdóttir og Jóhanna Ţurý Eggerz.

Um hár og förđun sjá Jóhanna Ţurý Eggerz, Karla Anna Karlsdóttir, Elín Gunnarsdóttir, Björg Elva Friđfinnsdóttir og Margrét Jóna Stefánsdóttir. Um tćknimálin sjá Anna Kristjana Helgadóttir, Hannes Haukur Sigurđsson og Tumi Snćr Sigurđsson. Sviđsmyndina hafa unniđ Halldór Birgir Eydal, Berglind Anna Erlendsdóttir, Ólafur Björgvin Jónsson, Sigrún Hekla Sigmundsdóttir, Anna Guđbjörg Andradóttir og Hrafn Hansbur. Umsjón međ sviđsmynd hefur Aldís Lilja Sigurđardóttir.

Sýningastjórn er í höndum Vals Freys Sveinssonar, Ylfu Maríu Lárusdóttur og Önnu Lindar Logadóttur.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00