Fara í efni  

Ávaxtakarfan frumsýnd nk. sunnudag

Ávaxtakarfan frumsýnd nk. sunnudag
Tvćr sýningar verđa á Ávaxtakörfunni nk. sunnudag.

Ţá styttist í stóru stundina. Leikfélag VMA er á lokasprettinum í ćfingum á Ávaxtakörfunni, frumsýning verđur í stóra salnum í Hofi nk. sunnudag, 11. febrúar, kl. 14. Önnur sýning verđur sama dag kl. 17. Tvćr ađrar sýningar verđa á verkinu, sunnudaginn 18. febrúar, kl. 14 og 17. Miđasala er í fullum gangi á mak.is.

Leikfélag VMA hefur eflst mjög á undanförnum árum og tekist á viđ ć stćrri uppfćrslur. Ávaxtakarfan er tvímćlalaust sú viđamesta til ţessa og mikiđ er í sýninguna lagt. Ćfingar hafa stađiđ međ hléum síđan 16. október á síđasta ári og ţví hefur ćfingatíminn fyrir sýninguna veriđ óvenjulega langur.

Ávaxtakarfan er eftir Kristlaugu Maríu Sigurđardóttur og tónlistina, sem fyrir löngu hefur límst inn í ţjóđarsálina, samdi Ţorvaldur Bjarni Ţorvaldsson, tónlistarstjóri í Menningarhúsinu Hofi.

Pétur M. Guđjónsson er leikstjóri sýningarinnar og Jóhanna Guđný Birnudóttir – Jokka er honum til ađstođar viđ uppfćrsluna. Utan um sönginn í sýningunni hefur Sindri Snćr Konráđsson haldiđ og notiđ góđrar ađstođar Ţórhildar Örvarsdóttur söngkonu. Fjölmargir ađrir hafa lagt hönd á plóginn, m.a. sér Ívar Helgason um hreyfingar, Harpa Birgisdóttir hannađi útlit sýningarinnar, Soffía Margrét Hafţórsdóttir hannađi búninga og saumađi ásamt nemendum og hljóđ- og ljósavinnsla er í höndum tćknimanna Hofs.  

Fimmtán leikarar koma fram í sýningunni en ţegar allt er taliđ koma nokkrir tugir ađ sýningunni á einn eđa annan hátt.

Pétur Guđjónsson leikstjóri segir ađ margt bćrist í huga sér nú ţegar líđur ađ frumsýningu. “Ég hugsa til dćmis um hversu leiklistin er frek á okkur sem fáum ţann smitsjúkdóm og hversu frábćrt fólk er í kringum ţessa sýningu. Ég get líka ekki annađ en hugsađ út í ţađ ađ Leikfélag VMA hefur vaxiđ ansi mikiđ ađ undanförnu. Ţessi sýning sem brátt fer á fjalirnar er ţađ stćrsta sem Leikfélag VMA hefur ráđist í og er dćmi um vöxt leikfélagins.”

Pétur segist vera stoltur af ţví ađ allir ţeir sem hafi komiđ ađ sýningunni hafi unniđ svo hörđum höndum ađ verkefninu allan ţann tíma sem hún hefur veriđ í undirbúningi.  “Ţađ er ţví ekki hćgt annađ en vera auđmjúkur og ţakklátur.  Svo verđur mađur óneitanlega feginn ţegar frumsýning verđur afstađin og verkefniđ komiđ í höfn en ţađ verđur líka tómleikatilfinning. Ţó svo ađ ţetta sé mikil vinna og álag á köflum ţá er ţetta gefandi og gaman. Ég neita ţví ekki ađ ég er međ frumsýningarfiđring en ég trúi ţví og tel ađ ţetta springi út á sunnudaginn og verđi töfrum líkast,” segir Pétur M. Guđjónsson.

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00