Fara í efni

Matartæknir (Staðfestingarnúmer 288)

Matartæknir matreiðir og setur saman matseðla fyrir almennt fæði og sérfæði. Hann starfar á heilbrigðisstofnunum og í mötuneytum og sinnir stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matartæknir vinnur með hreinsiefni sem notuð eru í stóreldhúsum og mötuneytum við hreinsun m.a. tækja og áhalda og hefur eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti. Hann starfar í samræmi við almennar siðareglur. Matartæknir fær réttindi til starfa með leyfisbréfi frá Embætti landlæknis. Matartæknanám býr nemendur undir matreiðslu og stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskólum og mötuneytum vinnustaða.

Forkröfur

Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða uppfylla skilyrði um undanfara.

Skipulag

Bóklegt og verklegt nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið fer fram í skóla og á vinnustað. Námið má skipulegga samhliða vinnu. Mataræknanám er fjórar annir í skóla ásamt vinnustaðanámi og starfsþjálfun.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Brautin er 201 eining og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

  • útskýra vinnuferla sem bygga á aðferðafræði er lýtur að almennri matreiðslu
  • reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara og aðlaga matarskammta að neysluþörfum markhópa og einstaklinga
  • nýta almenna og sértæka þekkingu til að útbúa matseðla fyrir almennt fæði, sérfæði- og sjúkrafæði
  • útfæra matseðla fyrir almennt fæði yfir í sérfæði
  • nýta sértæka og almenna þekkingu til að matreiða hollan mat sem svarar þörfum einstaklinga og hópa s.s. barna, unglinga, aldraðra, íþróttafólks og fólks með ólíka sjúkdóma
  • matreiða fæðu sem tekur tillit til ólíkra menningarheima og trúarbragða
  • útbúa fjölbreytta rétti fyrir einstaklinga með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol og miðla þekkingu við matreiðslu sérfæðis
  • gera pöntunar- og verkefnalista, forgangsraða verkefnum og undirbúa vinnusvæði
  • rökstyðja val sitt á hráefni og aðferðum með skírskotun til íslenskra matreiðsluaðferða og hefða
  • vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra efirlit HACCP í eldhúsum hvað varðar viðmiðunarmörk um hitastig, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og afgreiðslu á vörum
  • vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er lúta að öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum
  • vinna við þrif og sótthreinsun á vinnuflötum, tækjum, og áhöldum og hafa eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti og meðferð spilliefna
  • taka ábyrga afstöðu til sjálfbærni í nýtingu afurða í matreiðslu
  • afla hagnýtra upplýsinga og greina á milli áreiðanleika þeirra og fræðilegs gildis sem lúta að störfum í matreiðslu
  • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður við val á aðferðum við meðferð hráefnis
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • sýna frumkvæði og takast á við ólík verkefni innan skólans sem utan
  • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
  • búa yfir öflugri siðferðisvitund og ábyrgðarkennd
  • beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun við nám og störf
  • lesa heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn hátt
  • gera sér grein fyrir samspili menningar, trúar, uppeldis, stjórnmála og hagþróunar
  • vinna sjálfstætt við matreiðslu og afgreiðslu í mötuneytum og á heilbrigðisstofnunum.

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Aðferðafræði í matreiðslu AFMA 1HR04 2HK04(AV) 4 4 0
Enska ENSK 2LS05 0 5 0
Hráefnisfræði matreiðslu HRFM 2MU03(AV) 0 3 0
Innraeftirlit og matvælaöryggi IEMÖ 1GÆ02(GÆ) 2 0 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 0 5 0
Líffræði LÍFF 2NÆ05 0 5 0
Matseðlafræði MANÚ 2GM02 3MA03 0 2 3
Matreiðsla MATR 1MG10 2MA10 10 10 0
Matreiðsla sérfæðis MATS 3SF10 0 0 10
Matur og menning MOME 2MÁ02 0 2 0
Nám og tölvur NÁTÖ 1UT03 3 0 0
Næringarfræði sérfæðis NÆRS 3NS05 0 0 5
Sérfæði bóklegt SFBÓ 3SS03 0 0 3
Soð, sósur og eftirréttir, súpur SSSE 2GS04 0 4 0
Starfsþjálfun matartækna STÞM 1MA25 2MA25 3MA25 25 25 25
Stærðfræði STÆF 2TE05(AV) 0 5 0
Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi TFAS 1ÖU02 2 0 0
Verkleg þjálfun á heilbrigðisstofnun VÞVS 1SF10 2SV10 3VH10 10 10 10
Vöruþekking sérfæðis VÖÞE 3VÞ02 0 0 2
Framreiðsla, þjónað til borðs ÞTBF 1ÞT05 5 0 0
Örverufræði ÖRVR 2ÖR02 0 2 0
Einingafjöldi 201 61 82 58
Getum við bætt efni síðunnar?