Fara í efni

VÞVS3VH10 - Verkleg þjálfun á heilbrigðisstofnun

Verkleg þjálfun á heilbrigðisstofnun

Einingafjöldi: 10
Þrep: 3
Forkröfur: VÞVS2SV10
Vinnustaðanám fer fram í eldhúsi heilbrigðisstofnana. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf matartækna. Í upphafi tímabils setur nemendi sér fagleg markmið í vinnustaðanámið. Kennari, leiðbeinandi og yfirmaður bera sameiginlega ábyrgð á vinnustaðanáminu. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að matreiða almennt fæði og allar helstu gerðir af sérfæði sem þörf er fyrir á heilbrigðisstofnunum og fjallað er um í áfanganum: Sérfæði bóklegt SFBÓ3SB04. Nemendur læra að matreiða og framreiða allar máltíðir dagsins, bæði heitar og kaldar.

Þekkingarviðmið

  • vinnuskipulagi fyrir eigin vinnu og annarra í deildarskiptu eldhúsi eða stærra eldhúsi
  • verklýsingum fyrir störf í eldhúsinu
  • undirbúningi og grunnmatreiðslu og vinna að eftir skipulagi vinnustaðar
  • að undirbúa og matreiða helstu gerðir sérfæðis, s.s. grænmetisfæði, ofnæmis- og óþolsfæði
  • að taka þátt í og skipuleggja skömmtun á mat og fara eftir skammtstærðum staðarins
  • að vinna við að matreiða almennt fæði og sérfæði vinnustaðar
  • að setja upp fyrstu skrefin að innra eftirliti fyrir vinnustað
  • að taka þátt í og undirbúa almenna matseðlagerð , fæði með breyttri áferð og sérfæði viðkomandi staðar
  • að fara eftir mikilvægum ferlum við útsendan mat og gæðastaðla um innra eftirlit, HACCP
  • að vinna að gæða- og úrbótarverkefnum

Leikniviðmið

  • undirbúa vinnuskipulag - verklýsingar
  • matreiða allt almennt fæði
  • matreiða sérfæði vinnustaðarins
  • skammta mat eftir skömmtunarformi vinnustaðar
  • vinna að úrbóta og gæðaverkefnum

Hæfnisviðmið

  • bera ábyrgð á verkferlum og skipulagi við gerð almenns- og sérfæðis á heibrigðisstofnun
  • vinna eftir ferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit, HACCP
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?