Fara í efni

SSSE2GS04 - Soð, súpur, sósur og eftirréttir

Grunnsoð, súpur og eftirréttir

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um gerð og flokka grunnsoða, alla helstu súpuflokka og grunnsósur, afleiddar sósur og samtímasósur. Einnig er fjallað um gerð, innihald og framsetningu á heitum, köldum og frosnum eftirréttum.

Þekkingarviðmið

  • gerð og innihaldi allra helstu grunnsoða
  • aðferðum við gerð kjöt-, fisk- og grænmetishlaups.
  • notkun á undirstöðu- og afleiddum sósum.
  • gerð og innihaldi á samtímasósum og getur borið þær saman við klassíska sósugerð með
  • fæðutengdar leiðbeiningar Embættis Landlæknis að leiðarljósi.
  • eiginleikum sósu og hvernig hægt er að meta gæði með skynmati (lyktar-, sjón-, bragðskyn)
  • hlutverki sósunnar sem hluta af málsverði
  • gerð, innihaldi og framsetningu á heitum, köldum og frosnum eftirréttum

Leikniviðmið

  • forgangsraða verkefnum og sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnu sinni.
  • lesa texta sem inniheldur faglegar upplýsingar, vinna úr þeim á mismunandi hátt, kynna niðurstöður sínar af umburðalyndi og með skilningi á viðhorfum annarra
  • skrifa stuttan texta um fagleg efni og færa rök fyrir máli sínu bæði munnlega og skriflega
  • afla hagnýtra upplýsinga og greina á milli áreiðanleika þeirra og fræðilegs gildis
  • nota heimildir sem skýra eigin röksemdafærslu

Hæfnisviðmið

  • gera grunnsoð, grunnsúpur, grunnsósur og þekkja aðferðir, suðutíma og notkunarmöguleika
  • gera samtímasósur og þekkja einkenni, aðferðir, suðutíma og notkun
  • útbúa alla algenga heita, kalda og frosna eftirrétti og þekkja grunnaðferðir og helstu hráefni í gerð eftirrétta
  • hanna og setja fram nýja eftirrétti og beita gagnrýninni hugsun á hugmyndir og verkefni
  • meta gæði vinnu sinnar með skapandi og gagnrýnni hugsun og tjá sig um fagleg málefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?