Fara í efni

Hársnyrtiiðn

Brautarlýsing

Hársnyrtir klippir, litar, setur permanent í hár og blæs og útfærir hár beggja kynja – allt óháð hárlengd, hárgerð og höfuðlagi. Hann velur vörur og áhöld og útfærir þjónustu á faglegum forsendum en miðar einnig við þarfir og óskir viðskiptavina. Hann vinnur sjálfstætt en getur átt samvinnu við aðrar faggreinar um skipulag og samþættingu verkefna er varða hár og tísku.

Nám í skóla er þrepaskipt þar sem gert er ráð fyrir því að hæfni og sjálfstæði fari stigvaxandi. Vinnustaðanám fléttast inn í skólatímann og er skipulagt og stýrt af skóla í samvinnu við meistara og fyrirtæki sem hafa fullgilt nemaleyfi. Það er verkefnabundið og undir sama eftirliti og aðrir áfangar brautarinnar. Vinnustaðanám er 21 eining. Tilgangur þess er að nemendur verði hæfir til þess að yfirfæra faglega þekkingu á raunveruleg viðfangsefni við starfstengdar aðstæður og þjálfist í vinnubrögðum og aðferðum á starfsvettvangi. Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem, að lokinni starfsþjálfun, veitir rétt til að þreyta sveinspróf.

Nánari upplýsingar um brautina er hægt að nálgast hér.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.

Annarplan

  Grunnnám hár Hársnyrtiiðn  
Greinar 1.önn 2.önn 3.önn 4.önn 5.önn 6.önn  
Enska        ENSK2LS05      
Hárblástur        HBLÁ2FB01A  HBLÁ3FB02B  HBLÁ3FB02C  
Hársnyrting        HDAM2FB03A  HDAM3FB03B  HDAM3FB03C  
Íþróttir HEIL1HH04 HEIL1HD04          
Herraklipping        HHER2FB03A  HHER3FB03B  HHER3FB03C  
Klipp. og form HKLI1GB03A  HKLI2GB03B  HKLI2GB03C        
Verkleg hárlit. HLIT1GB01A  HLIT2GB01B  HLIT2GB01C  HLIT2FB03D  HLIT3FB03E  HLIT3FB03F  
Verklegt perm. HPEM1GB02A  HPEM2GB02B  HPEM2GB02C  HPEM2FB02D  HPEM3FB02E  HPEM3FB02F  
Skeggklipp.          HRAK2FB01A  HRAK3FB01B  
Sýning & kepp.          HSÝN2FB04    
Hárgreiðsla HÁRG1GB02A  HÁRG2GB02B  HÁRG2GB03C  HÁRG2FB03D    HÁRG3FB04E  
Iðnteikn. hár. ITEI1GB05A  ITEI2GB05B          
Iðnfræði IÐNF1GB04A  IÐNF2GB04B  IÐNF2GB04C    IÐNF2FB03D  IÐNF3FB03E  
Íslenska ÍSLE2HS05            
Lífeðlisfr. hár.      LÍFH1GB05A        
Lífsleikni LÍFS1SN02  LÍFS1SN01          
Náttúrulæsi    NÁLÆ1UN05          
Skyndihjálp    SKYN2EÁ01          
Stærðfræði      STÆF2TE05        
Vinnustaðanám      VINS1GB03A  VINS2FB06B  VINS3FB06C  VINS3FB06D  
Starfsþjálfun  60 einingar  
  27 28 26 26 27 27  

 

Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi

Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.

Greinar

       
Íslenska ÍSLE2HS05 ÍSLE2KB05 Íslenska á 3.þrepi Íslenska á 3.þrepi
Enska ENSK2LS05      
Danska DANS2OM05      
Stærðfræði STÆF2xx05
(5 ein/2. þrep)
     
Ensku-/stærðfræðival
(2./3. þrep)
ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
 
Bóknámsval 5 eininga val      
Getum við bætt efni síðunnar?