Fara í efni

Hársnyrtir

Hársnyrtir klippir, litar, setur permanent í hár og blæs og útfærir hár beggja kynja – allt óháð hárlengd, hárgerð og höfuðlagi. Hann velur vörur og áhöld og útfærir þjónustu á faglegum forsendum en miðar einnig við þarfir og óskir viðskiptavina. Hann vinnur sjálfstætt en getur átt samvinnu við aðrar faggreinar um skipulag og samþættingu verkefna er varða hár og tísku. Nám í hársnyrtiiðn er 218 einingar og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið námsins er að ná færni til að veita alhliða þjónustu á fjölbreyttum starfsvettvangi greinarinnar og hafa hæfni til að bregðast við tískusveiflum á markaðnum. Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að efla samskiptafærni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjónustulund og siðfræði fagsins í víðum skilningi. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra. Kynntar eru mögulegar leiðir til sjálfbærni í faginu og notkun umhverfisvænna efna. Nemendur þurfa að standast kröfur iðngreinarinnar um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem að lokinni starfsþjálfun veitir rétt til að þreyta sveinspróf. Sveinspróf veitir réttindi til að starfa í iðngreininni auk inngöngu í nám til iðnmeistara. Lengd hársnyrtinámsins er sex annir í skóla þar sem vinnustaðanám fléttast inn í námstímann auk eins skólaárs í starfsþjálfun.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Nám í skóla er þrepaskipt þar sem gert er ráð fyrir því að hæfni og sjálfstæði fari stigvaxandi. Vinnustaðanám fléttast inn í skólatímann og er skipulagt og stýrt af skóla í samvinnu við meistara og fyrirtæki sem hafa fullgilt nemaleyfi. Það er verkefnabundið og undir sama eftirliti og aðrir áfangar brautarinnar. Vinnustaðanám er 21 eining. Tilgangur þess er að nemendur verði hæfir til þess að yfirfæra faglega þekkingu á raunveruleg viðfangsefni við starfstengdar aðstæður og þjálfist í vinnubrögðum og aðferðum á starfsvettvangi. Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem að lokinni starfsþjálfun veitir rétt til að þreyta sveinspróf.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

  • veita persónulega ráðgjöf um meðferð og umhirðu hárs og skeggs og notkun á hármótunarvörum.
  • taka mið af andlitsfalli, líkamsbyggingu og persónuleika viðskiptavinar þegar þjónusta er veitt en taka jafnframt fullt tillit til óska hans.
  • greina hár- og hársvörð, þvo hár og hafa vald á mismunandi nuddaðferðum.
  • hafa vald á margs konar klippiformum og klippitækni fyrir dömur og herra.
  • þekkja og geta beitt ólíkum aðferðum við permanent, sléttun, litun og litatækni.
  • geta formað og rakað skegg.
  • hafa víðtæka kunnáttu á efnafræðilegum áhrifum og almennri meðhöndlun kemískra efna í hársnyrtiiðn.
  • velja vörur og meðferð út frá faglegri þekkingu sinni og eiginleikum hárs.
  • þekkja sögu hársnyrtingar og síbreytilegrar tísku í aldanna rás, fylgjast með tískustraumum og geta tileinkað sér þá.
  • teikna og útbúa verklýsingu í máli og myndum og vinna eftir verklýsingum annarra.
  • sýna fágaða framkomu, sjálfstæði í vinnubrögðum, bera ábyrgð á eigin verkum og kynna sig og verk sín á gagnrýnin og faglegan hátt.
  • þekkja og fara eftir lögum og reglugerðum um hreinlæti, öryggi, vinnuvernd og forvarnir, réttindi og skyldur í hársnyrtiiðn.
  • þekkja leiðir til sjálfbærni, lög og reglugerðir um umhverfisvernd, þekkja umhverfisvænar vörur og leiðir til að öðlast viðurkenningu sem umhverfisvænn hársnyrtir.
  • sýna viðskiptavinum, samstarfsfólki og umhverfi virðingu.
  • vera meðvitaður um mikilvægi þjónustulundar fyrir vinnustaðinn, og hafa tileinkað sér fagtengdar siðareglur og gæta trúnaðar í hvívetna.
  • sýna leikni í tölvunotkun varðandi gagnavörslu, upplýsingaöflun, myndvinnslu og upplýsingagjöf um og til viðskiptavinar.
  • þekkja helstu atvinnusjúkdóma og leiðir til vinnuverndar.
  • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • sýna frumkvæði og takast á við ólík verkefni innan skólans sem utan
  • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
  • búa yfir öflugri siðferðisvitund og ábyrgðarkennd
  • beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun við nám og störf
  • gera sér grein fyrir samspili menningar, trúar, uppeldis, stjórnmála og hagþróunar

Brautarkjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Enska ENSK 2LS05 0 5 0
Hárgreiðsla HÁRG 1GB02(AH) 2FB03(DH) 2GB02(BH) 2GB03(CH) 3FB04(EH) 2 8 4
Hárblástur HBLÁ 2FB01(AH) 3FB02(BH) 3FB02(CH) 0 1 4
Hársnyrting HDAM 2FB03(AH) 3FB03(BH) 3FB03(CH) 0 3 6
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0
Herraklipping HHER 2FB03(AH) 3FB03(BH) 3FB03(CH) 0 3 6
Klippingar og form HKLI 1GB03(AH) 2GB03(BH) 2GB03(CH) 3 6 0
Verkleg hárlitun HLIT 1GB01(AH) 2FB03(DH) 2GB01(BH) 2GB01(CH) 3FB03(EH) 3FB03(FH) 1 5 6
Verklegt permanent HPEM 1GB02(AH) 2FB02(DH) 2GB02(BH) 2GB02(CH) 3FB02(EH) 3FB02(FH) 2 6 4
Skeggklipping og rakstur HRAK 2FB01(AH) 3FB01(BH) 0 1 1
Sýningar og keppni HSÝN 2FB04(AH) 0 4 0
Iðnfræði IÐNF 1GB04(AH) 2FB03(DH) 2GB04(BH) 2GB04(CH) 3FB03(EH) 4 11 3
Iðnteikning háriðna ITEI 1GB05(AH) 2GB05(BH) 5 5 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 0 5 0
Líffæra- og lífeðlisfræði háriðna LÍFH 1GB05(AH) 5 0 0
Lífsleikni LÍFS 1SN01 1SN02 3 0 0
Náttúrulæsi NÁLÆ 1UN05 5 0 0
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0
Starfsþjálfun STAÞ 1HS20 2HS20 3HS20 20 20 20
Stærðfræði STÆF 2TE05(AV) 0 5 0
Vinnustaðanám VINS 1GB03(AH) 2FB06(BH) 3FB06(CH) 3FB06(DH) 3 6 12
Einingafjöldi 222 61 95 66
Getum við bætt efni síðunnar?