Fara í efni  

Er bara rétt ađ byrja

Er bara rétt ađ byrja
Otto Fernando Tulinus viđ hefilbekkinn.

Ţađ eru ekki nema tvö ár síđan Akureyringurinn Otto Fernando Tulinius fór í auknum mćli ađ beina sjónum ađ langhlaupum. Hann hafđi spilađ fótbolta upp alla yngri flokka KA en ţegar hann var kominn upp úr 2. flokknum setti hann fótboltaskóna til hliđar. Í stađ ţess ađ sitja viđ tölvuna löngum stundum ákvađ hann ađ skynsamlegra vćri ađ nýta tímann til hollrar hreyfingar. Hann fór í hlaupaskóna og hóf ađ hlaupa – og hleypur enn – međ góđum árangri. Eins og greint hefur veriđ frá hér á heimasíđunni varđ Otto framhaldsskólameistari í 10 km hlaupi í Flensborgarhlaupinu í Hafnarfirđi á dögunum – raunar annađ áriđ í röđ. Hann er stađráđinn í ţví ađ halda markvisst áfram í hlaupum, í ţeim hafi hann fundiđ sína fjöl.

Otto, sem er fćddur áriđ 1995, var á íţrótta- og lýđheilsubraut VMA en ákvađ ađ skipta um braut í haust og er nú í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Ţađ sem af er segir hann ađ sér lítist afar vel á námiđ, ţađ sé fjölbreytt og skemmtilegt, ađstađan eins og best verđi á kosiđ og kennslan góđ. „Ég sé alls ekki eftir ţví ađ hafa valiđ ţetta nám. Ţetta er áhugavert og skemmtilegt og atvinnumöguleikarnir ađ námi loknu eru góđir,“ segir Otto.

En aftur ađ langhlaupunum. Otto segist hlaupa einn međ sjálfum sér, hann reyni ađ taka markvissar ćfingar ţrisvar í viku. Stundum 5 km, stundum 15 km og stundum spretti. „Hlaup eru mjög góđ leiđ til ţess ađ slaka á og tćma hugann. Ég finn mig vel í ţessu,“ segir hann. Hann útilokar ekki ađ fara í enn markvissari ćfingar undir stjórn ţjálfara og bćtir viđ ađ á dögunum hafi hann veriđ á fyrirlestri hjá ţeirri ţekktu hlaupakonu Rannveigu Oddsdóttur.

Í Flensborgarhlaupinu fyrir tćpum hálfum mánuđi hljóp Otto á tímanum 39:52 mín og var ađeins nokkrum sekúndum á undan skólafélaga sínum úr VMA, Jörundi Frímanni Jónassyni. Um tíma fór Jörundur fram úr Otto en hann segist hafa veriđ ákveđinn í ţví ađ endurtaka leikinn frá ţví í fyrra og sigra í framhaldsskólahlaupinu og ţví hafi hann gefiđ vel í á lokasprettinum.

Otto rifjar upp ađ hann hafi í fyrsta skipti hlaupiđ 10 km í Vorhlaupi VMA áriđ 2015 – fyrir röskum tveimur árum – og ţá hafi hann lent í ţriđja sćti á um 42 mínútum. Hann tók síđan ţátt í Reykjavíkurmaraţoninu í hálfu maraţoni í fyrra og segir ađ ţađ hafi ekki gengiđ sem best. Otto fór aftur í ár en ţá gerđi ćlupesti ţađ ađ verkum ađ hann gubbađi skömmu áđur en rćst var í hlaupiđ en hann lét sig engu ađ síđur hafa ţađ ađ fara af stađ. Fann ţó um mitt hlaup ađ hann var algjörlega orkulaus og ekki fćr um ađ fara lengra og hćtti ţví hlaupinu. Hins vegar segir Otto ađ sér hafi gengiđ ljómandi vel í hálfu maraţoni í Akureyrarhlaupinu sl. sumar, ţar hafi hann lent í ţriđja sćti. Hann segist alveg eins reikna međ ađ hann muni í framtíđinni leggja meiri rćkt viđ hálft maraţon, ţađ henti sér ágćtlega. „Ég er bara rétt ađ byrja í hlaupunum,“ segir Otto og brosir.

Sem fyrr segir spilađi Otto fótbolta í yngri flokkum KA. Eftir nokkurt hlé í boltanum tók hann skóna fram ađ nýju í sumar og spilađi stöđu vinstri bakvarđar í liđi Ungmennafélagsins Geisla í Ađaldal í fjórđu deildinni.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00