Fara í efni  

Ottó Tulinius framhaldsskólameistari í 10 km hlaupi annađ áriđ í röđ

Nemendur úr VMA stóđu sig heldur betur vel í Flensborgarhlaupinu sl. ţriđjudag. Ţeir komu međ marga verđlaunapeninga í farteskinu – m.a. framhaldsskólameistaratitil karla í 10 km hlaupi - og auđvitađ líka góđar minningar, sem ekki er minna um vert.

Um ţrjátíu manna hópur nemenda fór suđur ađ morgni ţriđjudags til ţess ađ taka ţátt í hlaupinu. Hinn ţaulreyndi rútubílstjóri og kennari í byggingadeild, Kristján Davíđsson, keyrđi rútuna suđur og fararstjórar voru kennararnir Anna Berglind Pálmadóttir og Valgerđur Dögg Jónsdóttir.

Flensborgarhlaupiđ fór fram seinnipart ţriđjudags og var ţađ jafnframt framhaldsskólamót í 10 km hlaupi. Ottó Fernando Tulinius gerđi sér lítiđ fyrir og varđ framhaldsskólameistari annađ áriđ í röđ á tímanum  39:52 mín. Ottó fékk heldur betur harđa keppni ţví félagi hans úr VMA, Jörundur Frímann Jónasson, kom rétt á hćla hans í öđru sćti í framhaldsskólahlaupinu á tímanum 39:57 mín.

Í 10 km hlaupi karla 17 ára og yngri átti VMA keppendur í öđru og ţriđja sćti. Hlynur Viđar Sveinsson og Sigurđur Bergmann Sigmarsson komu í mark á sama tímanum; 43:47 mín.

Í 5 km hlaupi karla 17 ára og yngri varđ VMA-neminn Mohamad Joumaa Naser í ţriđja sćti á tímanum 22:25 mín.

Og ekki má gleyma enskukennaranum Önnu Berglindi Pálmdóttur. Hún varđ í öđru sćti í 10 km hlaupi kvenna á tímanum 40:40 mín – um 20 sek á eftir sigurvegaranum, tuttugu ára yngri landsliđsstúlku í langhlaupum.

Hér eru öll úrslit í Flensborgarhlaupinu.

Ţátttaka VMA í Flensborgarhlaupinu var á allan hátt til mikillar fyrirmyndar og er gaman ađ segja frá ţví ađ skólameistari Flensborgarskólans sá ástćđu til ţess ađ senda Sigríđi Huld skólameistara VMA skeyti ţar sem hann tók fram ađ einstaklega ánćgjulegt hafi veriđ ađ fá hópinn í heimsókn og hann hafi veriđ VMA til mikils sóma.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00