Fara í efni  

Í ţjálfun fyrir flugmannsstarf hjá Icelandair

Í ţjálfun fyrir flugmannsstarf hjá Icelandair
Gunnar Ingi Láruson, flugmađur.

Ţađ vakti verđskuldađa athygli voriđ 2015 ţegar Gunnar Ingi Láruson, ţá sautján ára gamall, brautskráđist sem stúdent frá VMA eftir fjögurra anna nám. Hann braut blađ í sögu skólans, aldrei áđur hafđi nemandi lokiđ stúdentsprófi á svo skömmum tíma. Og ekki nóg međ ţađ, Gunnar Ingi brautskráđist af ţremur brautum; viđskipta- og hagfrćđibraut, félagsfrćđi- og náttúrufrćđibraut. Í viđtali hér á heimasíđunni fyrir tćpum ţremur árum kom fram ađ Gunnar Ingi hefđi ţá ţegar lokiđ námi til bćđi svifflugmanns- og einkaflugmannsréttinda og hann vćri ákveđinn í ţví ađ fara strax haustiđ eftir í nám til atvinnuflugmannsréttinda enda hafi hann alltaf aliđ međ sér ţann draum ađ verđa atvinnuflugmađur.

Núna ţremur árum síđar er ţessi ćskudraumur Gunnars Inga ađ verđa ađ veruleika. Hann er í markvissri undirbúningsţjálfun til ţess ađ hefja störf sem flugmađur hjá Icelandair núna á vordögum.

Í flugnám haustiđ 2016
“Haustiđ 2015 fór ég til Keflavíkur og hóf bóklegt atvinnuflugmannsnám í Keili. Sumariđ 2016 var ég á Akureyri og safnađi flugtímum. Um haustiđ fór ég síđan međ tveimur félögum mínum úr flugnáminu til Ungverjalands til ţess ađ ljúka verklega atvinnuflugmannsnáminu. Ýmsar ástćđur voru fyrir ţeirri ákvörđun. Í fyrsta lagi var ţetta ódýrari kostur en taka verklega hlutann hér heima og í annan stađ vissum viđ ađ ţađ myndi taka styttri tíma ţarna úti ţví veđriđ vćri hagstćđara til ţess ađ fljúga. Ég hefđi getađ tekiđ verklega hlutann hér heima, upp á ţađ er bođiđ í bćđi Keflavík og Reykjavík, en á ţessum tíma voru komnir biđlistar hér heima í námiđ og viđ sáum fram á ađ ţađ myndi taka mun lengri tíma. Ţađ var rétt ákvörđun ađ fara til Ungverjalands. Ţetta var skemmtileg lífsreynsla og gaman ađ prófa ađ fljúga í nýju umhverfi. Viđ bjuggum í Budapest og keyrđum síđan í um fjörutíu mínútur út fyrir borgina í skólann. Viđ fórum út í októberbyrjun, komum heim um jólin og vorum síđan aftur í um tvćr vikur í janúar 2017,” segir Gunnar Ingi.

Flugkennari á Akureyri
Eftir ađ Gunnar Ingi kom heim frá Ungverjalandi ćxluđust mál ţannig ađ hann settist á ný á skólabekk í Flugskóla Akureyrar og aflađi sér réttinda til flugkennara. “Ég hafđi ekki hugleitt ađ taka ţessi réttindi en ég sé alls ekki eftir ţví í dag. Í kjölfariđ fór ég síđasta vor ađ kenna nemendum í einkaflugmannsnámi í Flugskóla Akureyrar og hef gert ţađ meira og minna síđan. Ţađ var mikiđ ađ gera í verklegu kennslunni síđastliđiđ sumar ţví veturinn 2016-2017 var metfjöldi í bóklega náminu, um tuttugu nemendur,” segir Gunnar Ingi.
Eftir ađ hafa lokiđ verklega hluta atvinnuflugmannsréttindanna í Ungverjalandi sótti Gunnar Ingi um sumarstarf hjá Icelandair. Hann gerđi sér hins vegar ekki vonir um ađ fá starf sl. sumar enda fyrirvarinn skammur. En í ágústbyrjun í fyrra fékk hann jákvćtt svar frá Icelandair um starf sem flugmađur hjá félaginu á komandi sumri. Hann segir ađ ţetta hafi óneitanlega veriđ mikil gleđitíđindi og hann hafi veriđ í töluverđan tíma ađ melta ţau. Gamli draumurinn um ađ verđa atvinnuflugmađur var ađ verđa ađ veruleika.

Flugmađur hjá Icelandair
“Í nóvember í fyrra fór ég suđur og byrjađi í ţjálfun á vélar Icelandair, tók annars vegar bóklegt nám og hins vegar verklegt nám í hermi. Ţessu lauk ég rétt fyrir jól. Fór síđan aftur norđur og hef kennt í byrjun ţessa árs ţegar veđur hefur leyft. Er hins vegar núna aftur kominn suđur í frekari ţjálfun fyrir sumariđ. Stćrsti hluti verklegu ţjálfunarinnar á ţessar stóru vélar er í hermi, núna hef ég lokiđ ellefu lotum, fjórum tímum í senn, í herminum. Einnig höfum viđ tekiđ nokkrar lendingarćfingar á vél í Keflavík. Ég er ţví nú ţegar búinn ađ prófa ađ sitja frammi í flugstjórnarklefanum og ţađ er sannast sagna ótrúlegt hversu lítill munur er á ţví og vera í hermi,” segir Gunnar Ingi.
Hann segir dýrmćtt ađ hafa auk atvinnuflugmannsréttindanna í handrađanum réttindi til ţess ađ kenna flug. Ekki sé á vísan ađ róa í atvinnufluginu og ţví sé gott ađ geta nýtt mögulegt uppihald í ţví til kennslu. “Ţegar ég horfi til baka er ég mjög sáttur ađ hafa fariđ ţessa leiđ,” segir Gunnar Ingi sem er tvítugur ađ aldri og ţví alveg örugglega međ yngstu atvinnuflugmönnum á Íslandi til ţess ađ fljúga farţegaţotum.

Góđur grunnur úr VMA
“Ég tel mig hafa fengiđ góđan grunn í náminu í VMA. Góđ undirstöđuţekking í stćrđfrćđi er kostur í flugnámi en ţađ er samt engin ástćđa til ţess ađ láta hana hrćđa fólk frá ţví ađ fara í ţetta nám. Grunnur í eđlisfrćđi kemur sér líka vel. Sjálfur tók ég raunar ekki mikla eđlisfrćđi í VMA og ţađ hefur ekki komiđ ađ sök.
Hér á árum áđur voru margir sem útilokuđu flugnám vegna ţess ađ ţeir töldu sig ekki hafa nćgilega góđan grunn fyrir ţađ. Ţetta hefur breyst og nú sćkja mun fleiri í ţetta nám en áđur, sem er bara jákvćtt. Ég vil hvetja ţá sem hafa í huga ađ fara í einkaflugmannsnám ađ setja sig í samband viđ flugskóla og ţađ er ekki vitlaust ađ fara í prufuflug. Ţeir sem fá flugbakteríuna á annađ borđ, fá hana oftast strax í prufufluginu. En eitt ber ađ hafa í huga, flugnám kostar umtalsverđa fjármuni,” segir Gunnar Ingi Láruson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00