Fara í efni  

Hvar er draumurinn? frumsýnd 8. apríl

Nćstkomandi miđvikudag, 8. apríl, verđur frumsýnd á vefsíđunni www.draumaleikhusid.is ný íslensk stuttmynd, Hvar er draumurinn, sem Pétur Guđjónsson, viđburđastjóri VMA, framleiđir í nafni Draumaleikhússins og leikstýrir. Hann á hugmyndina ađ sögu myndarinnar og skrifađi handritiđ međ Jokku G. Birnudóttur og Úlfhildi Örnólfsdóttur.

Fyrst og fremst er Pétur ţekktur fyrir ötult leiklistarstarf sitt, bćđi í VMA og á öđrum vettvangi, en hann hefur líka lítillega fengist viđ gerđ stuttmynda. Eina ţeirra vann hann fyrir nokkrum árum međ stúlkum á međferđarheimilinu á Laugalandi í Eyjafjarđar ţar sem horft var inn í dökkan heim vímuefnanotkunar og fíkla. Hugmyndina ađ ţeirri stuttmynd vann Pétur áfram og fékk m.a. góđ ráđ frá m.a. Baldvini Z, Gunnari Birni Guđmundssyni og Kristjáni Kristjánssyni. Afraksturinn er Hvar er draumurinn?

Máliđ ţróađist áfram, handritiđ var mótađ og síđan var ráđist í tökur áriđ 2015. Međal annars koma  nemendur og kennarar í VMA viđ sögu í myndinni – sem leikarar eđa tćknimenn-  eđa komu ađ málum međ öđrum hćtti. Nefna má í ţví sambandi Hörpu Birgisdóttur kennara í hársnyrtiiđn, sem lagđi lóđ sín á vogarskálarnar í hárgreiđslu, förđun og leikmynd myndarinnar. Einnig vann Hilmar Friđjónsson ađ verkefninu međ ýmsum hćtti.

Tökustađir myndarinnar voru m.a. á Sjúkrahúsinu á Akureyri, í VMA, Gúmmíbátaţjónustunni og í nágrenni Hólavatns í Eyjafjarđarsveit.

Hér má sjá frétt um tökur á myndinni sem birtist á vef VMA í október 2015 og hér er stutt heimildainnslag um gerđ myndarinnar.

En nú er sem sagt komiđ ađ frumsýningu ţessarar stuttmyndar sem er um 12 mínútna löng. Frumsýningin verđur 8. apríl nk. á vef Draumaleikhússins, www.draumaleikhusid.is, sem er veriđ ađ leggja lokahönd á og verđur búiđ ađ opna ţegar kemur ađ frumsýningunni 8. apríl nk. Upphaflega stóđ til ađ frumsýna myndina í Borgarbíói en vegna samkomubannsins er ţađ ađ sjálfsögđu ekki unnt. Pétur segir ađ búiđ hafi veriđ ađ gefa út ţessa dagsetningu á frumsýningu myndarinnar og ekki hafi annađ komiđ til greina en ađ standa viđ hana. Einnig sé myndin hans framlag til ţess ađ stytta fólki stundir í samkomubanninu.

„Ég tel ađ á myndina megi líta sem forvarnamynd og međ ţví ađ hafa hana ađgengilega á netinu er ţađ von mín ađ međferđastofnanir og skólar sýni hana til dćmis í kennslustundum í lífsleikni. Ég tel ađ myndin eigi ađ geta velt upp ýmsum spurningum og skapađ umrćđur og ţá er tilganginum náđ. Ţetta gćti vissulega veriđ sönn saga og hugmyndina ađ sögupersónunum fékk ég ađ einhverju leyti ţegar ég starfađi á međferđarheimilinu á Laugalandi. Ég tel ţví ađ nálgunin í myndinni á ţennan dimma og oft óvćgna heim neyslu og fíkla sé nokkuđ sönn,“ segir Pétur.

Hann segir ađ međgöngutími myndarinnar hafi vissulega veriđ langur en ţađ helgist fyrst og fremst af ţví ađ hún hafi veriđ unnin sem hliđarverkefni međ mörgum öđrum verkefnum. Hann segir ađ langur međgöngutími hafi ađ sínu mati gert myndina betri, hún hafi veriđ klippt mörgum sinnum og hann hafi aldrei veriđ fullkomlega sáttur viđ útkomuna. En međ mörgum hjálpfúsum höndum hafi ţetta ađ lokum púslast saman. Í ţví sambandi nefnir Pétur Ragnar Bollason, fyrrum nemanda í VMA, sem nýlega lauk námi í kvikmyndagerđ. „Ragnar settist yfir ţetta međ mér og stóđ varla upp fyrr en myndin var tilbúin. Hann eiginlega sparkađi myndinni út, ef svo má segja,“ segir Pétur.

Stór hópur sjálfbođaliđa lagđi hönd á plóg viđ vinnslu Hvar er draumurinn? og vćri of langt mál ađ nefna ţá alla hér en ástćđa er ţó til ađ geta Helga Steinars Helgasonar sem stýrđi tökum myndarinnar og Hauks Sindra Karlssonar sem samdi og vann tónlistina. Ţá unnu rokkararnir í Dimmu og Skálmöld sína útgáfu af af titillagi myndarinnar, Hvar er draumurinn?, sem Sálin hans Jóns míns flutti á sínum tíma viđ fádćma vinsćldir.

Hvar er draumurinn? er vissulega öđruvísi en ég bjóst viđ ţegar ég lagđi af stađ í ţetta ćvintýri en ég sendi hana frá mér sáttur og um leiđ fullur ţakklćtis fyrir ađ hafa fengiđ tćkifćri til ţess ađ vinna hana međ öllu ţví frábćra fólki sem lagđi hönd á plóg af miklum áhuga og ástríđu,“segir Pétur Guđjónsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00