Grunndeild rafiðna (Staðfestingarnúmer 172)
Grunndeild rafiðna er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á rafmagnsfræði og rafeindatækni. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa nemendur til starfa á sem flestum sviðum rafiðna. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. raflagnir, rafmagnsfræði og rafeindatækni. Brautin er undirbúningur fyrir sérnám í rafiðngreinum, eins og rafvirkjun og rafeindavirkjun.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag
Grunndeild rafiðna er verknámsbraut og nám og kennsla fer fyrst og fremst fram í skólanum. Nemendur taka kjarnagreinar og íþróttir ásamt helstu faggreinum. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á verklegum æfingum og leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.
Námsmat
Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.
Reglur um námsframvindu
Nám á grunndeild rafiðna er 122 einingar og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námstími er 2 ár. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Hæfnisviðmið
- taka þátt í rökræðum um samspil vísinda, tækni og samfélags
- tjá sig af öryggi, munnlega og skriflega
- skrifa skýrslur, verkdagbækur og vinnuseðla og greina frá verkferlum ásamt því að færa rök fyrir vali á lausnum verkefna
- takast á við frekara nám, einkum í rafvirkjun eða skyldum greinum
- lesa teikningar og framkvæma útreikninga
- nota viðeigandi mælitæki við störf sín og framkvæma bilanaleit og viðgerðir á rafbúnaði og raflögnum
- setja upp rafmagnstöflur og reikna út þann varbúnað og sverleika víra sem þarf hverju sinni m.t.t. aflþarfa
- annast bilanagreiningu, viðhald og viðgerðir á margþættum búnaði og stýringum
- nota teiknistaðla í rökrásateikningum
- viðhalda faglegri þekkingu sinni með námskeiðum, öflun upplýsinga á internetinu og með öðrum hætti, á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||
---|---|---|---|---|---|
Enska | ENSK | 2LS05 | 0 | 5 | 0 |
Heilsufræði | HEIF | 1HN02(AV) 1HN02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Heilsa, lífsstíll | HEIL | 1HH02 1HH02(AV) | 4 | 0 | 0 |
Íslenska | ÍSLE | 2HS05(AV) 2KB05(AV) | 0 | 10 | 0 |
Lífsleikni | LÍFS | 1SN01 1SN02 | 3 | 0 | 0 |
Mekatronik | MEKV | 1ST03(AV) 1TN03(AV) 2TK03(AV) 2ÖH03(AV) | 6 | 6 | 0 |
Raflagnir | RALV | 1RT03(AV) 1RÖ03(AV) 2TF03(AV) 2TM03(AV) | 6 | 6 | 0 |
Rafmagnsfræði | RAMV | 1HL05 2RS05 2ÞS05 3RM05 | 5 | 10 | 5 |
Rafeindatækni | RTMV | 2DA05(AV) 2DT05(AV) | 0 | 10 | 0 |
Stýringar og rökrásir | RÖKV | 1RS03(AV) 2LM03(AV) 2SK05(AV) 3SF03(AV) | 3 | 8 | 3 |
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 |
Stærðfræði | STÆF | 2RH05 | 0 | 5 | 0 |
Verktækni grunnáms | VGRV | 1ML05 2PR03 2RS03 3TP03 | 5 | 6 | 3 |
Smáspennuvirki | VSMV | 2TN03(AV) 3NT03(AV) | 0 | 3 | 3 |
Einingafjöldi | 120 | 36 | 70 | 14 |